Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 12:15 Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun