Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2024 19:32 Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár verður 1,7 milljarða króna afgangur á A hluta borgarsjóðs og 14,3 millljaðara afgangur á A og B hluta til samans. Vísir/Anton Brink Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. Hér sést rekstrarniðurstaða borgarsjóðs frá 2019 og áætlanir til 2028, sem fjármagnaður er með sköttum og gjöldum borgarinnar.Grafík/Sara Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og áætlun til næstu fimm ára hófst í borgarstjórn í dag. Hallinn á rekstri A-hluta borgarsjóðs var 15,6 milljaðrar árið 2022 og fimm milljarðar í fyrra. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að á þessu ári takist að ná fimm hundruð milljón króna afgangi á rekstri borgarsjóðs og á næsta ári verði 1,7 milljaðra afgangur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áætlanir um afkomu bæði A og B hluta Reykjavíkur hafa gengið upp.Stöð 2/Sigurjón „Stóru tíðindin eru þau að við gerðum plön um að snúa við töluverðum hallarekstri sem er ljós í upphafi kjörtímabils og plönin eru að virka. Þrátt fyrir kröfur um aukna þjónustu, miklar fjárfestingar og erfitt ytra efnahagsumhverfi er okkur að takast að snúa halla í afgang,“ segir borgarstjóri. Þetta ætti bæði við borgarsjóð og borgarsamstæðuna í heild sinni og væri mikill árangur. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust mikið á árunum 2020 til 2023 en hlutfal afborgana af langtímalánum og leiguskuldum hefur batnað töluvert á þessu ári. Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að borgin greiði meira af lánum en hún tekur af nýjum lánum árið 2028. Borgarstjóri segir skuldir borgarinnar langt innan lögbundinna marka sveitarfélaga. Á bláu súlunum sést þróun afborgana langtímalána og leiguskulda og á gulu súlunum sjá ný langtímalán og leiguskuldir.Grafík/Sara „Bæði hvað varðar aðalsjóðinn og samstæðuna. Þannig að við stöndum bara ágætlega í öllum samanburði þegar kemur að skuldunum. Líka í getu okkar til að greiða af þessum skuldum. Hún er mjög mikil. Þannig að allir þessir mælikvarðar eru að færast úr rauðu yfir í grænt og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Á næsta ári og árum verði mikið fjárfest í uppbyggingu leikskóla þar sem plássum verði fjölgað um 700 og átak gert í viðhaldi og uppbyggingu skólabygginga. Þá verði uppbyggingu samgangna haldið áfram og lóðaframboð verði mikið til íbúðabygginga. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum.Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir meirihutann hagræða sannleikanum varðandi jákvæða afkomu á þessu ári í áætlunum sínum. „Það hangir allt á því að Perlan verði seld fyrir fleiri milljarða fyrir árslok. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kom fram hérna inni í borgarstjórnarsalnum áðan, að það er ekki búið að samþykkja neitt kauptilboð í Perluna,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Þá standist ekki að verulega hafi verið hagrætt í rekstri borgarinnar. „En þegar betur er að gáð eru útgjöld borgarinnar að vaxa stjórnlaust. Hins vegar streyma tekjurnar hingað inn stríðum straumum. Munar þar mestu um fasteignaskattana. Þeir í rauninni hækka vegna þess að fasteignamat húsnæðis er sífellt að hækka. Við leggjum alltaf til, eins og í dag, að fasteignaskattar verði lækkaðir en því er því miður alltaf hafnað,“ segir Hildur Björnsdóttir. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir borgina hafa fleiri egg í körfunni en Perluna.Stöð 2/Einar Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir á Facebook síðu sinni í dag að sala á Perlunni væri ekki forsenda fyrir 500 milljóna afgangi í rekstri borgarsjóðs á þessu ári. Perlan hafi verið rekinn í áratugi með tapi upp á tugi og hundruði milljóna. Borgin hafi keypt hana af Orkuveitunni og síðan haft af henni umtalsverðar leigutekjur. „Þess vegna er komið fram tilboð upp á 3,5 milljarða. Viðræður standa yfir. Það er hins vegar misskilningur - einsog heyrst hefur að niðurtaða ársins velti á sölu Perlunnar. Við gætum meiri varúðar í áætlanagerð en svo og erum með bæði fleiri egg og fleiri körfur,“ sagði Dagur í svari í athugasemd við færslu hans á Facebook í dag. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leikskólar Húsnæðismál Borgarlína Salan á Perlunni Borgarstjórn Tengdar fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hér sést rekstrarniðurstaða borgarsjóðs frá 2019 og áætlanir til 2028, sem fjármagnaður er með sköttum og gjöldum borgarinnar.Grafík/Sara Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og áætlun til næstu fimm ára hófst í borgarstjórn í dag. Hallinn á rekstri A-hluta borgarsjóðs var 15,6 milljaðrar árið 2022 og fimm milljarðar í fyrra. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að á þessu ári takist að ná fimm hundruð milljón króna afgangi á rekstri borgarsjóðs og á næsta ári verði 1,7 milljaðra afgangur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áætlanir um afkomu bæði A og B hluta Reykjavíkur hafa gengið upp.Stöð 2/Sigurjón „Stóru tíðindin eru þau að við gerðum plön um að snúa við töluverðum hallarekstri sem er ljós í upphafi kjörtímabils og plönin eru að virka. Þrátt fyrir kröfur um aukna þjónustu, miklar fjárfestingar og erfitt ytra efnahagsumhverfi er okkur að takast að snúa halla í afgang,“ segir borgarstjóri. Þetta ætti bæði við borgarsjóð og borgarsamstæðuna í heild sinni og væri mikill árangur. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust mikið á árunum 2020 til 2023 en hlutfal afborgana af langtímalánum og leiguskuldum hefur batnað töluvert á þessu ári. Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að borgin greiði meira af lánum en hún tekur af nýjum lánum árið 2028. Borgarstjóri segir skuldir borgarinnar langt innan lögbundinna marka sveitarfélaga. Á bláu súlunum sést þróun afborgana langtímalána og leiguskulda og á gulu súlunum sjá ný langtímalán og leiguskuldir.Grafík/Sara „Bæði hvað varðar aðalsjóðinn og samstæðuna. Þannig að við stöndum bara ágætlega í öllum samanburði þegar kemur að skuldunum. Líka í getu okkar til að greiða af þessum skuldum. Hún er mjög mikil. Þannig að allir þessir mælikvarðar eru að færast úr rauðu yfir í grænt og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Á næsta ári og árum verði mikið fjárfest í uppbyggingu leikskóla þar sem plássum verði fjölgað um 700 og átak gert í viðhaldi og uppbyggingu skólabygginga. Þá verði uppbyggingu samgangna haldið áfram og lóðaframboð verði mikið til íbúðabygginga. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum.Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir meirihutann hagræða sannleikanum varðandi jákvæða afkomu á þessu ári í áætlunum sínum. „Það hangir allt á því að Perlan verði seld fyrir fleiri milljarða fyrir árslok. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kom fram hérna inni í borgarstjórnarsalnum áðan, að það er ekki búið að samþykkja neitt kauptilboð í Perluna,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Þá standist ekki að verulega hafi verið hagrætt í rekstri borgarinnar. „En þegar betur er að gáð eru útgjöld borgarinnar að vaxa stjórnlaust. Hins vegar streyma tekjurnar hingað inn stríðum straumum. Munar þar mestu um fasteignaskattana. Þeir í rauninni hækka vegna þess að fasteignamat húsnæðis er sífellt að hækka. Við leggjum alltaf til, eins og í dag, að fasteignaskattar verði lækkaðir en því er því miður alltaf hafnað,“ segir Hildur Björnsdóttir. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir borgina hafa fleiri egg í körfunni en Perluna.Stöð 2/Einar Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir á Facebook síðu sinni í dag að sala á Perlunni væri ekki forsenda fyrir 500 milljóna afgangi í rekstri borgarsjóðs á þessu ári. Perlan hafi verið rekinn í áratugi með tapi upp á tugi og hundruði milljóna. Borgin hafi keypt hana af Orkuveitunni og síðan haft af henni umtalsverðar leigutekjur. „Þess vegna er komið fram tilboð upp á 3,5 milljarða. Viðræður standa yfir. Það er hins vegar misskilningur - einsog heyrst hefur að niðurtaða ársins velti á sölu Perlunnar. Við gætum meiri varúðar í áætlanagerð en svo og erum með bæði fleiri egg og fleiri körfur,“ sagði Dagur í svari í athugasemd við færslu hans á Facebook í dag.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leikskólar Húsnæðismál Borgarlína Salan á Perlunni Borgarstjórn Tengdar fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14
Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51
Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32