Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 15:01 Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: “Ég öfunda þig af laununum.” En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: “Ég öfunda þig af laununum.” En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun