Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:00 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Hún segir verkföll kennara geta mismunað börnum. Verkföllin eru í ákveðnum skólum en ekki öllum. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara. „Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
„Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og það gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar alhliða þroska barna. Það er verulega alvarlegt að afleiðingar þessa verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis,“ segir í yfirlýsingu embættisins. Móður barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem og stjórn foreldrafélags Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar er einnig bent á að fjarvera frá skóla auki líkur á því að börn þrói með sér skólaforðun sem skaði bæði námsárangur og félagslega stöðu þeirra. Embættið hafi sérstakar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. „Það getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annars staðar.“ Hún segir mikilvægt að lagt verði mat á þau áhrif sem verkfallið hefur á nemendur svo hægt verði að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja rétt þeirra. Þá áréttar umboðsmaður einnig mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum Barnasáttmálans. „Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu. Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn sé að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.“ Verkföll eru í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla. Um ótímabundið verkfall að ræða í leikskólum en í grunnskólum og framhaldsskólum er verkfallið tímabundið til 22. nóvember. Þá eiga fleiri skólar eftir að bætast við 25. nóvember og 20. desember. Umboðsmaður barna beinir þeirri áskorun til deiluaðila að þeir leggi allt kapp í að leysa þessa kjaradeilu án tafar. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Réttindi barna Börn og uppeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira