Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Ein þjóð í einu landi

Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Er kannski komið að því að skoða eitt­hvað annað en genin?

Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna.

Skoðun
Fréttamynd

Vel­ferð á þínum for­sendum

Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Glæpur án tjóns?

Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa.

Skoðun
Fréttamynd

DNA verð­bólgunnar

Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar.

Skoðun
Fréttamynd

Hið gleymda hel­víti á jörðu

Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Lítil grein um stóran sátt­mála

Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Það er komið að okkur!

Uppfærsla hins svokallaða Samgöngusáttmála felur í sér jákvætt skref fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægar samgöngubætur verða fjármagnaðar og stórt skref er stigið til að bæta almenningssamgöngur. Það var kominn tími til.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað eiga lýð­ræði og há­tíðar­höld sam­eigin­legt

Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkju­garðar, minningar­reitir og eða graf­reitir

Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxta­lækkun eða neyðar­lög

Það er staðreynd sem engin getur lengur neitað, að með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.

Skoðun
Fréttamynd

Veðjað á rétta skólann

Val á framhaldsskóla er ein fyrsta stóra, sjálfstæða ákvörðunin í lífi fólks og eðlilega eru skoðanir á umgjörðinni sem um hana gildir. Það er síðan góð og gild spurning hvort mikil hólfun nemenda eftir getu við 16 ára aldur sé endilega það sem menntakerfið eigi að stefna að.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar, heil­brigðis­starfs­fólk og lykill að lausninni

Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Strand­veiðar - stór­lega styrktur at­vinnu­vegur

Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar.

Skoðun
Fréttamynd

Það er hægt að lækka byggingar­kostnað á Ís­landi

Sönn saga úr hversdagsleikanum: Ungur maður langaði að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Foreldrar hans, sem eru ágætlega stæð, vildu styðja við son sinn og varð úr að hann myndi leigja bílskúrinn sem var innréttaður sem íbúð. Leigan var 250.000 kr á mánuði, foreldrarnir lögðu einnig fram 250.000 kr á mánuði þannig að sparnaður upp í fyrstu íbúðina var hálf milljón á mánuði eða 12 milljónir á tveimur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn er skrýtin skrúfa

Um árabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið með þá hugmynd að selja Landsvirkjun og eina alþjóðlega flugvöll landsmanna. Það er í sjálfu sér hálfklikkað að ætla að selja nánast eina hliðið inn og út úr landinu, en það er augljóst að nýr rekstraraðili, ekki ólíklega erlendur, mun ekki sæta neinni samkeppni að neinu tagi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytni þrífst best í frjálsu sam­fé­lagi

Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Þakk­læti

Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Góða skemmtun kæru lands­menn

Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Torf­þakið varð að mýri

Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum.

Skoðun
Fréttamynd

ÉG ÞORI!

Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarinn sem breytti lífi þínu

Frammistaða Biden í beinni útsendingu í kappræðum við Trump var þannig að við blasti að fjögur ár af óbreyttu ástandi gat ekki gengið upp.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar kennarinn verður dómari

Ísland og Ítalía leika í umspili um hvor þjóðin kemst á HM 2026. Leikurinn fer fram í Róm. Svo óheppilega vill til að svissneska dómarateymið sem átti að dæma leikinn veikist skyndilega. Nú eru góð ráð dýr. En þá vill svo til að ítalski stórdómarinn Daniele Orsato er staddur í leikvanginum og getur hlaupið í skarðið með engum fyrirvara. Hann er margreyndur og einn af allra bestu dómurum heims.

Skoðun
Fréttamynd

Á undan á­ætlun í ríkis­fjár­málum

Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða.

Skoðun
Fréttamynd

Fólkið sem ætti að hlusta meira

María Lilja Þrastardóttir skrifaði pistil hér sem hún beindi til mín og bar heitið Hræsni Diljár og fjallar um viðtal við mig í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. Einhverjum kann að þykja það skondið að María beri hræsni upp á aðra en látum það liggja milli hluta.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tán ár – nýtum tímann betur

Tíminn er dýrmætur. Líka í pólitík. Í vikunni voru liðin fimmtán ár frá því að Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Gert að búa á sorp­haug við Sævarhöfða

Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 

Skoðun