Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. júní 2025 08:17 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun