Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Heiðarleiki eða stéttarsvik?

Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð

Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Eignar­hald í lax­eldi á Ís­landi

Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur.

Skoðun
Fréttamynd

Tvísýnt er um útflutning á íslenskri sjávarútvegstækni til Rússlands

Íslensk tæknifyrirtæki, sem sérhæfa sig í sjávarútvegi og hafa landað verðmætum samningum við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki um aðkomu að nýsmíði fiskveiðiskipa, geta hvorki sent tæknibúnað til Rússlands né átt von á greiðslu fyrir búnaðinn. Þetta segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine.

Innherji
Fréttamynd

Rúmlega fimmtán hundruð sérfræðingar frá þróunarríkjum útskrifaðir frá GRÓ skólunum

Tuttugu og sjö sérfræðingar á sviði sjávarútvegs- og fiskimála, frá sextán löndum í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Mið-Ameríku, útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í gær. Eftir útskriftina hefur heildarfjöldi útskrifaðra sérfræðinga frá skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu farið yfir fimmtán hundruð manna markið, en alls er fjöldinn 1.513.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir

Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað.

Innherji
Fréttamynd

Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Auð­lindar­enta og hag­kvæmni – Ís­lenski sjávar­út­vegurinn

Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Konur til áhrifa í sjávarútvegi

Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt?

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign eða einkaeign?

Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"

„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni. 

Innherji
Fréttamynd

Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar

Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð.

Innlent
Fréttamynd

Mun minni kvóta­skerðing en varað hafði verið við

Hafrannsóknarstofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Um er að ræða lækkun um 34.600 frá ráðgjöf sem veitt var 1. október síðastliðinn. Hafró hafði áður varað við kvótaskerðingu upp á allt að eitthundrað þúsund tonn.

Innlent
Fréttamynd

Fiskheimildir og framsal: 30 ára stríðið - Mál að linni?

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því, um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið og leita lausna.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórða þorskastríðið er fram undan

Fyrir þingkosningar síðasta haust settu Sósíalistar fram stefnu sína í sjávarútvegsmálum þar sem kom fram að flokkurinn vildi leggja af kvótakerfið. Sósíalistar bentu á að kvótakerfið, sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana, hefði þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings.

Skoðun