Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði Árni Sæberg skrifar 12. september 2023 11:48 Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Stöð 2/Arnar Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum. Þetta segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu hefjist í framhaldinu með það að markmiði að milda áhrifin á nærsamfélagið og finna leiðir til að auðvelda fólki að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum sem upp kunni að koma í kjölfarið. Áfram verði rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Breytt rekstrarumhverfi Rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hafi breyst hratt á undanförnum árum. Fjölmargir kostnaðarliðir hafi hækkað umtalsvert, öll fjármögnun orðin dýrari og þorskheimildir dregist saman. Þar að auki sé bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í miklar framkvæmdir og fjárfestingu til að hún verði samkeppnishæf við fullkomnustu bolfiskhúsin í dag, þar sem tækniþróun hafi verið ör. „Sá kostnaður hlypi á hundruðum milljóna króna og ljóst að jafn lítil starfseining stæði ekki undir slíku.“ Síldarvinnslan hafi nýlega fjárfest í öflugum fiskvinnsluhúsum í Grindavík til að mæta kröfum um aukna sjálfvirkni, betri nýtingu afurða og auka sveigjanleika í framleiðslu. Til að standa undir slíkum kröfum hafi þróunin undanfarin ár verið í átt að stærri framleiðslueiningum með fjölbreyttari framleiðslu. Ekki léttvæg áform Í bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði starfa 33 starfsmenn og ákvörðun Síldarvinnslunnar mun hafa áhrif á þrjátíu þeirra. „Ljóst er að þessi áform eru ekki léttvæg með hagsmuni starfsmanna og nærsamfélagsins í huga. Munu stjórnendur Síldarvinnslunnar því setjast niður með hagaðilum, fulltrúum launafólks og sveitarstjórnarfólki á svæðinu til að leita leiða til að milda áhrifin. Hluta starfsfólks mun standa til boða vinna á öðrum starfstöðvum félagsins, en félagið rekur fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað auk bolfiskvinnslu í Grindavík,“ segir í tilkynningu. Engum skipverja á togaranum Gullveri verði sagt upp vegna þessara breytinga, en ljóst sé að löndunarhöfnum mun fjölga. Vilja styrkja bæinn Þá segir að stjórnendur Síldarvinnslunnar muni einnig óska eftir samtali við heimamenn með það fyrir augum að finna mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu Seyðisfjörð til lengri tíma, þrátt fyrir brotthvarf bolfiskvinnslunnar. Verði þar á meðal annars horft til tækifæra og fjárfestinga í atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem í ferðaþjónustu, fiskeldi eða öðrum hugmyndum sem heimafólk hefur um framtíðaruppbyggingu. Markmiðið með þeirri vinnu sé að fjárfesta í sjálfbærum verkefnum sem skili sér til langs tíma á svæðinu og skapa heilsársstörf. Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. 15. september 2022 07:01 Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. 21. júlí 2022 12:24 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu hefjist í framhaldinu með það að markmiði að milda áhrifin á nærsamfélagið og finna leiðir til að auðvelda fólki að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum sem upp kunni að koma í kjölfarið. Áfram verði rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Breytt rekstrarumhverfi Rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hafi breyst hratt á undanförnum árum. Fjölmargir kostnaðarliðir hafi hækkað umtalsvert, öll fjármögnun orðin dýrari og þorskheimildir dregist saman. Þar að auki sé bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í miklar framkvæmdir og fjárfestingu til að hún verði samkeppnishæf við fullkomnustu bolfiskhúsin í dag, þar sem tækniþróun hafi verið ör. „Sá kostnaður hlypi á hundruðum milljóna króna og ljóst að jafn lítil starfseining stæði ekki undir slíku.“ Síldarvinnslan hafi nýlega fjárfest í öflugum fiskvinnsluhúsum í Grindavík til að mæta kröfum um aukna sjálfvirkni, betri nýtingu afurða og auka sveigjanleika í framleiðslu. Til að standa undir slíkum kröfum hafi þróunin undanfarin ár verið í átt að stærri framleiðslueiningum með fjölbreyttari framleiðslu. Ekki léttvæg áform Í bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði starfa 33 starfsmenn og ákvörðun Síldarvinnslunnar mun hafa áhrif á þrjátíu þeirra. „Ljóst er að þessi áform eru ekki léttvæg með hagsmuni starfsmanna og nærsamfélagsins í huga. Munu stjórnendur Síldarvinnslunnar því setjast niður með hagaðilum, fulltrúum launafólks og sveitarstjórnarfólki á svæðinu til að leita leiða til að milda áhrifin. Hluta starfsfólks mun standa til boða vinna á öðrum starfstöðvum félagsins, en félagið rekur fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað auk bolfiskvinnslu í Grindavík,“ segir í tilkynningu. Engum skipverja á togaranum Gullveri verði sagt upp vegna þessara breytinga, en ljóst sé að löndunarhöfnum mun fjölga. Vilja styrkja bæinn Þá segir að stjórnendur Síldarvinnslunnar muni einnig óska eftir samtali við heimamenn með það fyrir augum að finna mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu Seyðisfjörð til lengri tíma, þrátt fyrir brotthvarf bolfiskvinnslunnar. Verði þar á meðal annars horft til tækifæra og fjárfestinga í atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem í ferðaþjónustu, fiskeldi eða öðrum hugmyndum sem heimafólk hefur um framtíðaruppbyggingu. Markmiðið með þeirri vinnu sé að fjárfesta í sjálfbærum verkefnum sem skili sér til langs tíma á svæðinu og skapa heilsársstörf.
Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. 15. september 2022 07:01 Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. 21. júlí 2022 12:24 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. 15. september 2022 07:01
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. 21. júlí 2022 12:24