Eins og gott hjónabandspróf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 21:00 Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi eiga bátana Von og Skuld. arnar halldórsson Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við. Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við.
Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent