Tilkynnt var um úrskurðinn í dag. Í honum segir að verktakasamningurinn sem Samkeppniseftirlitið gerði við matvælaráðuneytið um rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu samræmist ekki hlutverki eftirlitsins.
Þá hafi eftirlitið ekki haft heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa.
Loks segir að Úrskurðarnefnd taki því undir þau sjónarmið Brims að Samkeppniseftirlitinu hafi ekki verið heimilt að beita rannsóknarheimildum sínum í pólitískri stefnumótun fyrir ráðuneytið.
Fyrirtækinu var gert að greiða dagsektir þar til það hafði veitt Samkeppiseftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við athugun eftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Dagsetningar hófu að telja í byrjun ágúst.
Sama dag og ákvörðunin var lögð fram kvaðst Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims ekki ætla að afhenda Samkeppniseftirlitinu umrædd gögn fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði tekið málið fyrir.