Auðlindin okkar - Us and them Atli Hermannsson skrifar 18. september 2023 11:00 Fyrir rúmu ári síðan skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, fjóra starfshópa til að freista þess að ná víðtækri og langþráðri sátt um sjávarútveginn. Verkefni sem fékk það virðulega nafn Auðlindin okkar. Sú vinna fór því miður ekki vel af stað, því augljóst var að þekktum hollvinum óbreytts fiskveiðikerfis var raðað í helstu lykilstöður. Í veðri var látið vaka að ferlið væri opið og lýðræðislegt og vissulega lítur það þannig út fyrir þá sem erfitt eiga með að kynna sér hlutina. Þá var ekkert gert með athugasemdir og tillögur nokkurra félagasamtaka sem voru kölluð að borðinu. Nægir að nefna Landsamband smábátaeigenda, Strandveiðifélag Íslands og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. En allt sem þessi félög lögðu til málanna rataði samstundis út um lensportið. Helstu persónur og leikendur eru vel þekktir gæslumenn forréttinda- og sérhagsmuna-klíkunnar og hafa margoft komið að alls konar skýrslugerð og nefndarstörfum tengdu fiskveiðikerfinu OKKAR. Þeir hafa þó lengst af lagst á árarnar með samþjöppun í greininni og sérhagsmuni fárra að leiðarljósi. Þessir menn eru nær alltaf á launum hjá almenningi; eins konar spendýr sem eru búin að koma sér fyrir í háskólasamfélaginu, dreift sér um ráðuneytin eða annars staðar í stjórnsýslunni. Þetta eru hinir svo kölluðu Lobbíistar, eða gæslumenn sérhagsmuna SFS eða LÍÚ. Vert er að taka fram að vel yfir 70% landsmanna vill auka veiðiheimildir til strandveiða. En eftir lestur á kaflanum um Strandveiðarnar má ljóst vera, þrátt fyrir fagurgala frá Svandísi ráðherra, að markmið lobbistana er að ganga frá Strandveiðikerfinu. Því lítið er gert úr kerfinu sem talið er skila mjög litlu ef nokkru til samfélagsins. Þrátt fyrir að strandveiðikerfið sé lítið brot í þorskígildum talið er það samt eins konar þyrnir í augum stórútgerðarinnar. En með því að berja á strandveiðikerfinu er einnig hægt að svíða litlu sjálfstæðu fiskvinnslurnar sem háðar eru frjálsum fiskmörkuðum og halda verðinu uppi. Slá sem sagt tvær fiskiflugur í einu höggi. Sérfræðinga - klanið Það var ekki tilviljun að Eggert B. Guðmundsson hafi verið valinn í forsvar fyrir Auðlindin Okkar - hann er jú fyrrverandi forstjóri Granda - maður með óviðjafnanlegan þokka og allt sem til þarf. En andúð hans á strandveiðikerfinu kom í ljós strax í upphafskynningu á verkefninu. Í því ljósi er enn furðulegra að Eggert skuli hafa skrifað, með dyggri aðstoð frá SFS, kaflann um strandveiðarnar. En kaflinn saman stendur af rangfærslum og augljósum atvinnuróg og vanvirðingu sem þeir hinir sömu ættu að skammast sín fyrir. Þá er Gunnar Haraldsson hagfræðingur enginn nýgræðingur á sviði endalausra sátta og skýrslufargans um sjávarútveg á undanförnum árum. Ýmist hefur hann verið einn að bardúsa eða í félagi með engum öðrum með sjálfum Ragnari Árnasyni prófessor og sérlegum ráðgjafa Stórútgerðarinnar. Úr fyrri skýrslum þeirra félaga mætti tína eitt og annað þar sem þeim félögum er tæplega sjálfrátt, en sleppi því núna. Í þessu sérvalda klani sérfræðinga höfum við einnig Daða Má Kristóferson, hagfræðing og varaformann Viðreisnar. Hann lætur heldur ekki sitt eftir liggja þegar mæra þarf Kvótakerfið og meintan árangur þess. Það nýjasta á þeim vettvangi er viðtal við Daða Má í Sjónvarpsfréttum þann 13. september. Hann hafði þá nýlokið við að flytja erindi á samnorrænni ráðstefnu í Hörpu um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi. Þar lýsti hann einstökum árangri íslenskra útgerða við að draga úr olíunotkun og minnka þar með kolefnasporið.Hann tók það sérstaklega fram að það væri grátlegt að fleiri þjóðir skuli ekki hafa tekið upp íslenska fiskveiðikerfið - sem væri lykilinn að árangrinum. Nú var ég ekki á ráðstefnunni, en líklega hefur Daði Már einnig dásamað framsalskerfi aflaheimilda - svo hægt sé að svíða fleiri staði en Seyðisfjörð. Eða hvort hann hafi ekki örugglega líka mært leigukerfið sem gerir handhöfum aflaheimilda kleift að raka inn árlegum leigutekjum sem nema nær öllum auðlindaskattinum. Eða var hann e.t.v. einmgöngu að mæra tegundatilfærslurnar eða kosti þess að geta hagrætt ísprósentunni og falsað með því löndunarskýrslur - m.ö.o. stolið þorski. Nú veit ég ekki; en það er frekar ólíklegt að Daði Már hafi nefnt ávinninginn af því að geta selt sjálfum sér aflann og afurðirnar nokkrum sinnum þar til nær öll auðlindarenta þjóðarinnar hefur skilað sér í þægilegt skjól í aflandsfélagi. Ég geri ráð fyrir að Daði Már hafi líka sleppt að nefna að minni olíunotkun hjá útgerðinni skýrist að verulegum hluta af því að frystitogarar eru nær alveg horfnir ásamt öllum fjölveiðiskipunum sem áður frystu bæði síld og makrí. Og þar sem loðnuveiðar eru aðeins lítið brot af því sem áður var hefur bræðsla á fiski að mestu lagst af í landinu. Þá er gamli vertíðar flottinn að sjálfsögðu löngu horfinn, en hluti hans fór gjarnan einnig á humarveiðar á sumrin - sem að sjálfsögðu er horfinn - það er að segja humarinn. Hver man ekki eftir frystiskipunum á úthafsrækjunni fyrir norðan land á árunum milli 80-90 . Nú er hvoru tveggja horfið - bæði skipin og úthafsrækjan. Ekki er heldur úr vegi að minnast á árvissar karfaveiðar frystiskipa úti á Reykjaneshrygg með Gloríutroll sem oftar en ekki stækkuðu um helmimg á milli ára. Einhver olía hefur væntanlega farið í þær gloríuveiðar sem nú hafa lagst af en ekki hvað. Umhverfið í öndvegi? Að lokum verð ég að nefna að minni togarar með svo kallaðan aflvísi upp að 1600 mega nú draga 15 tonna þung trollveiðarfæri upp að 4 mílum frá landi. Það er gert til að stytta þeim siglingu á miðin og spara olíu að sjálfsögðu. Þetta er leyft með samþykki bæði Svandísar fyrrverandi umhverfisráðherra og undirritun Hr. Guðna Th. forseta - sem skrifað hefur bækur um ágæti þess að hafa fært landhelgina út í 50 og síðan 200 mílur. Þá verður einnig að taka fram, að þegar miklu meiri fiskur er á veiðislóðinni, eins og verið hefur undanfarin ár, þá eykst afli á sóknareiningu sem þíðir minni olíu pr. veitt tonn. Hagræðingin byrjar nefnilega srax og þegar farið er frá bryggju. Því styttra sem siglt er og því meiri fiskur á veiðislóðinni þíðir það minni olíueyðsla að sjálfsögðu. Þetta fyrirkomulag er talið hagkvæmara en eitthvað meiri veiðiheimildir og þurfa að hafa töluvert meira fyrir því líkt og áður var Vísindakirkjan og stóri fíllinn sem enginn sér Þess má geta að fyrir nálægt 20 árum hóf SFS/LÍÚ að tala fyrir 200 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski. Rökin voru þau að auðveldara yrði að skipuleggja reksturinn og allt sölukerfið með því að jafna út árlegar sveiflur. Með öðrum orðum þá vill stórðútgerðin líklega ekki meiri veiðiheimildir. Eða er það tilviljun að meðalafli þorsks frá aldamótum er nokkuð nákvæmlega 200 þúsund tonn. En þess má geta að fyrir daga svo kallaðrar “uppbyggingar” Hafró á okkar helsta nytjastofni, þorskinum; var meðalafli lengst af 450 þúsund tonn - en á það minnast sérfræðingarnir aldrei einu orði. Svo geta safnaðarmeðlimir velt fyrir sér ávinningnum sem felst í stærri skrúfu og meiri niðurgírun í nýju togurum - þeirra. En bæði vélarnar og skipin eru smíðuð erlendis og hefur því ekkert með "ágæti" kvótakerfisins að gera. En hvernig þeir geta tekið þátt í þeirri sögufölsun og lygi sem ríkir um meintan árangur af “besta fiskveiðikerfi” í heimi er hulin ráðgáta. Höfundur er hafnarvörður, fyrrverandi veiðarfæra sölumaður og starfsmaður hjá fisksölu fyrirtæki, löggiltur vigtarmaður og hluthafi í strandveiðibát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, fjóra starfshópa til að freista þess að ná víðtækri og langþráðri sátt um sjávarútveginn. Verkefni sem fékk það virðulega nafn Auðlindin okkar. Sú vinna fór því miður ekki vel af stað, því augljóst var að þekktum hollvinum óbreytts fiskveiðikerfis var raðað í helstu lykilstöður. Í veðri var látið vaka að ferlið væri opið og lýðræðislegt og vissulega lítur það þannig út fyrir þá sem erfitt eiga með að kynna sér hlutina. Þá var ekkert gert með athugasemdir og tillögur nokkurra félagasamtaka sem voru kölluð að borðinu. Nægir að nefna Landsamband smábátaeigenda, Strandveiðifélag Íslands og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. En allt sem þessi félög lögðu til málanna rataði samstundis út um lensportið. Helstu persónur og leikendur eru vel þekktir gæslumenn forréttinda- og sérhagsmuna-klíkunnar og hafa margoft komið að alls konar skýrslugerð og nefndarstörfum tengdu fiskveiðikerfinu OKKAR. Þeir hafa þó lengst af lagst á árarnar með samþjöppun í greininni og sérhagsmuni fárra að leiðarljósi. Þessir menn eru nær alltaf á launum hjá almenningi; eins konar spendýr sem eru búin að koma sér fyrir í háskólasamfélaginu, dreift sér um ráðuneytin eða annars staðar í stjórnsýslunni. Þetta eru hinir svo kölluðu Lobbíistar, eða gæslumenn sérhagsmuna SFS eða LÍÚ. Vert er að taka fram að vel yfir 70% landsmanna vill auka veiðiheimildir til strandveiða. En eftir lestur á kaflanum um Strandveiðarnar má ljóst vera, þrátt fyrir fagurgala frá Svandísi ráðherra, að markmið lobbistana er að ganga frá Strandveiðikerfinu. Því lítið er gert úr kerfinu sem talið er skila mjög litlu ef nokkru til samfélagsins. Þrátt fyrir að strandveiðikerfið sé lítið brot í þorskígildum talið er það samt eins konar þyrnir í augum stórútgerðarinnar. En með því að berja á strandveiðikerfinu er einnig hægt að svíða litlu sjálfstæðu fiskvinnslurnar sem háðar eru frjálsum fiskmörkuðum og halda verðinu uppi. Slá sem sagt tvær fiskiflugur í einu höggi. Sérfræðinga - klanið Það var ekki tilviljun að Eggert B. Guðmundsson hafi verið valinn í forsvar fyrir Auðlindin Okkar - hann er jú fyrrverandi forstjóri Granda - maður með óviðjafnanlegan þokka og allt sem til þarf. En andúð hans á strandveiðikerfinu kom í ljós strax í upphafskynningu á verkefninu. Í því ljósi er enn furðulegra að Eggert skuli hafa skrifað, með dyggri aðstoð frá SFS, kaflann um strandveiðarnar. En kaflinn saman stendur af rangfærslum og augljósum atvinnuróg og vanvirðingu sem þeir hinir sömu ættu að skammast sín fyrir. Þá er Gunnar Haraldsson hagfræðingur enginn nýgræðingur á sviði endalausra sátta og skýrslufargans um sjávarútveg á undanförnum árum. Ýmist hefur hann verið einn að bardúsa eða í félagi með engum öðrum með sjálfum Ragnari Árnasyni prófessor og sérlegum ráðgjafa Stórútgerðarinnar. Úr fyrri skýrslum þeirra félaga mætti tína eitt og annað þar sem þeim félögum er tæplega sjálfrátt, en sleppi því núna. Í þessu sérvalda klani sérfræðinga höfum við einnig Daða Má Kristóferson, hagfræðing og varaformann Viðreisnar. Hann lætur heldur ekki sitt eftir liggja þegar mæra þarf Kvótakerfið og meintan árangur þess. Það nýjasta á þeim vettvangi er viðtal við Daða Má í Sjónvarpsfréttum þann 13. september. Hann hafði þá nýlokið við að flytja erindi á samnorrænni ráðstefnu í Hörpu um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi. Þar lýsti hann einstökum árangri íslenskra útgerða við að draga úr olíunotkun og minnka þar með kolefnasporið.Hann tók það sérstaklega fram að það væri grátlegt að fleiri þjóðir skuli ekki hafa tekið upp íslenska fiskveiðikerfið - sem væri lykilinn að árangrinum. Nú var ég ekki á ráðstefnunni, en líklega hefur Daði Már einnig dásamað framsalskerfi aflaheimilda - svo hægt sé að svíða fleiri staði en Seyðisfjörð. Eða hvort hann hafi ekki örugglega líka mært leigukerfið sem gerir handhöfum aflaheimilda kleift að raka inn árlegum leigutekjum sem nema nær öllum auðlindaskattinum. Eða var hann e.t.v. einmgöngu að mæra tegundatilfærslurnar eða kosti þess að geta hagrætt ísprósentunni og falsað með því löndunarskýrslur - m.ö.o. stolið þorski. Nú veit ég ekki; en það er frekar ólíklegt að Daði Már hafi nefnt ávinninginn af því að geta selt sjálfum sér aflann og afurðirnar nokkrum sinnum þar til nær öll auðlindarenta þjóðarinnar hefur skilað sér í þægilegt skjól í aflandsfélagi. Ég geri ráð fyrir að Daði Már hafi líka sleppt að nefna að minni olíunotkun hjá útgerðinni skýrist að verulegum hluta af því að frystitogarar eru nær alveg horfnir ásamt öllum fjölveiðiskipunum sem áður frystu bæði síld og makrí. Og þar sem loðnuveiðar eru aðeins lítið brot af því sem áður var hefur bræðsla á fiski að mestu lagst af í landinu. Þá er gamli vertíðar flottinn að sjálfsögðu löngu horfinn, en hluti hans fór gjarnan einnig á humarveiðar á sumrin - sem að sjálfsögðu er horfinn - það er að segja humarinn. Hver man ekki eftir frystiskipunum á úthafsrækjunni fyrir norðan land á árunum milli 80-90 . Nú er hvoru tveggja horfið - bæði skipin og úthafsrækjan. Ekki er heldur úr vegi að minnast á árvissar karfaveiðar frystiskipa úti á Reykjaneshrygg með Gloríutroll sem oftar en ekki stækkuðu um helmimg á milli ára. Einhver olía hefur væntanlega farið í þær gloríuveiðar sem nú hafa lagst af en ekki hvað. Umhverfið í öndvegi? Að lokum verð ég að nefna að minni togarar með svo kallaðan aflvísi upp að 1600 mega nú draga 15 tonna þung trollveiðarfæri upp að 4 mílum frá landi. Það er gert til að stytta þeim siglingu á miðin og spara olíu að sjálfsögðu. Þetta er leyft með samþykki bæði Svandísar fyrrverandi umhverfisráðherra og undirritun Hr. Guðna Th. forseta - sem skrifað hefur bækur um ágæti þess að hafa fært landhelgina út í 50 og síðan 200 mílur. Þá verður einnig að taka fram, að þegar miklu meiri fiskur er á veiðislóðinni, eins og verið hefur undanfarin ár, þá eykst afli á sóknareiningu sem þíðir minni olíu pr. veitt tonn. Hagræðingin byrjar nefnilega srax og þegar farið er frá bryggju. Því styttra sem siglt er og því meiri fiskur á veiðislóðinni þíðir það minni olíueyðsla að sjálfsögðu. Þetta fyrirkomulag er talið hagkvæmara en eitthvað meiri veiðiheimildir og þurfa að hafa töluvert meira fyrir því líkt og áður var Vísindakirkjan og stóri fíllinn sem enginn sér Þess má geta að fyrir nálægt 20 árum hóf SFS/LÍÚ að tala fyrir 200 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski. Rökin voru þau að auðveldara yrði að skipuleggja reksturinn og allt sölukerfið með því að jafna út árlegar sveiflur. Með öðrum orðum þá vill stórðútgerðin líklega ekki meiri veiðiheimildir. Eða er það tilviljun að meðalafli þorsks frá aldamótum er nokkuð nákvæmlega 200 þúsund tonn. En þess má geta að fyrir daga svo kallaðrar “uppbyggingar” Hafró á okkar helsta nytjastofni, þorskinum; var meðalafli lengst af 450 þúsund tonn - en á það minnast sérfræðingarnir aldrei einu orði. Svo geta safnaðarmeðlimir velt fyrir sér ávinningnum sem felst í stærri skrúfu og meiri niðurgírun í nýju togurum - þeirra. En bæði vélarnar og skipin eru smíðuð erlendis og hefur því ekkert með "ágæti" kvótakerfisins að gera. En hvernig þeir geta tekið þátt í þeirri sögufölsun og lygi sem ríkir um meintan árangur af “besta fiskveiðikerfi” í heimi er hulin ráðgáta. Höfundur er hafnarvörður, fyrrverandi veiðarfæra sölumaður og starfsmaður hjá fisksölu fyrirtæki, löggiltur vigtarmaður og hluthafi í strandveiðibát.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun