Þögn þingmanna er ærandi Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 18. september 2023 06:00 Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar