

Sjávarútvegur

Sér ekki fyrir sér hvalveiðar í sumar
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. segist ekki búast við því að geta veitt hval í sumar þrátt fyrir leyfi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf út í gær.

Áhöfnum tveggja skipa Þorbjarnar sagt upp
Áhöfn tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík hefur verið sagt upp, en gert er ráð fyrir því að skipverjunum verði útveguð ný störf. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir í samtali við Vísi að verið sé að endurskipuleggja útgerðina fyrir haustið.

„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“
Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar.

Segir allan áburð um kynferðisbrot úr lausu lofti gripinn
Frans Heilmann útgerðarstjóri Sigguk A/S, sem er undir hatti Polar Seafood, segir fréttaflutning af meintu kynferðisbroti í frystitogaranum Polar Nanoq illskiljanlegan og ömurlegan.

Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf.

Ákvörðunin skref í rétta átt
Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið.

Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra.

Vaktin: Bjarkey gefur grænt ljós á hvalveiðar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á 128 langreyðum. Bjarkey kynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og ræddi að því loknu við fjölmiðla.

Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd
Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd.

Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn.

Takk, Kristinn
Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir.

Hroki og ósvífni
Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar.

Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“
Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu.

Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna
Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna.

Hafró ráðleggur eins prósents hækkun aflamarks þorsks
Hafrannsóknastofnun kynnti úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna var lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu.

Bein útsending: Hafró kynnir komandi fiskveiðiár
Hafrannsóknastofnun kynnir í dag úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár. Kynningin hefst klukkan níu og fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Réttindabarátta strandveiðimanna
Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.

Jónsósómi
Það komst eitt sinn í tísku að berjast með bölmóðinn að vopni og sjá ekkert bjart framundan. Undanfarið ár hefur verið rekin mikil herferð gegn laxeldi í sjó, einmitt í þessum sérstaka heimsósómastíl. Þar er allt sem úrskeiðis fer í mannheimum laxeldinu að kenna sama hvað það er.

Á hvaða stefnu erum við?
Fyrir um ári síðan tók ég stolt við útskriftarskírteini mínu frá Skipstjórnarskólanum og verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum og fagensku. Stoltið var ekki minna þá en rúmum 10 árum áður, þegar ég tók við Mag.jur. prófi mínu frá Lagadeild Háskóla Íslands og svo málflutningsréttindum fyrir héraðsdómi.

Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur
Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð.

Fólki bjargað á landi sem sjó
Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt.

Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf.
Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK.

Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi
Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust.

Tæplega sextíu sagt upp hjá Landvinnslu Þorbjarnar í Grindavík
Fimmtíu og sjö starfsmönnum hjá Landvinnslu Þorbjarnar í Grindavík var sagt upp síðastliðinn fimmtudag, þrítugasta maí. Þetta staðfestir Jóhann Gunnarsson, yfirmaður landvinnslu Þorbjarnar, í samtali við fréttastofu.

Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin
Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka.

Myndaveisla: Sjómannadagurinn í Reykjavík og Gummi Emil í koddaslag
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land með tilheyrandi herlegheitum. Hafsjór var af skemmtun í Reykjavík, þar sem boðið var upp á skemmtiatriði á tveimur sviðum á Granda.

Skipuð í embætti fiskistofustjóra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað Elínu Björgu Ragnarsdóttur sem fiskistofustjóra frá 1. júní næstkomandi.

Fékk að heyra að konur ættu ekki heima á sjó
Heiður Berglind Þorsteinsdóttir er þrítugur vélstjóri á varðskipinu Þór en samhliða starfi sínu stundar hún nám í skipstjórn af kappi. Heiður rekur áhuga sinn á vélum niður að blautu barnsbeini og segir starfið á sjó vera gefandi þar sem það býður upp á marga möguleika.

Þjóðaröryggi
Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs.

Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku
Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin.