Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 28. júní 2025 07:01 Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun