Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 16:37 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar. „Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags,“ segir Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag. Visin hönd ríkisstjórnarinnar ógni vestfirska efnahagsævintýrinu Í greininni rekur Guðmundur efnahagslega sögu Vestfjarða undanfarna áratugi, sem hann segir að hafi gengið í gegnum niðurlægingar- og samdráttarskeið upp úr 1980. Svæðið hafi tekið gríðarlega við sér síðustu ár og talað sé um vestfirska efnahagsævintýrið í því sambandi. Segir Guðmundur svo að skattaframlag Vestfjarða hafi undanfarin fimm ár verið 30 milljarðar króna, og fyrirsjáanlegt verði að næstu fimm ár verði framlagið 60 milljarðar. Við það bætist svo 40 milljarðar í aukaskattgreiðslur vegna sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. „Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar.“ „Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar.“ „Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega,“ segir Guðmundur. Beinar álögur ríkisins 91 prósent af rekstrarafkomu Guðmundur vísar því næst í útreikninga Skattsins, þar sem greining var gerð á áhrifum veiðigjaldaáformanna á fyrirtæki í sjávarútvegi. Útreikningar Skattsins. „Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda.“ „Útreikningarnir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur á veiðileyfagjöld má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar enda með ósköpum.“ Níutíu prósent kvótans hafi skipt um hendur „Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika.“ „Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist,“ segir Guðmundur. Fjölskyldur hafi með harðfylgni og vinnusemi komið undir sér fótunum aftur og áratug síðar hafi rekstur víðast hvar verið kominn í ásættanleg horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum auki veltu og umsvif. „Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi.“ „Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Guðmundur Fertram. Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Skattar og tollar Tengdar fréttir Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25. júní 2025 12:03 Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
„Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags,“ segir Guðmundur í grein sem birtist á Vísi í dag. Visin hönd ríkisstjórnarinnar ógni vestfirska efnahagsævintýrinu Í greininni rekur Guðmundur efnahagslega sögu Vestfjarða undanfarna áratugi, sem hann segir að hafi gengið í gegnum niðurlægingar- og samdráttarskeið upp úr 1980. Svæðið hafi tekið gríðarlega við sér síðustu ár og talað sé um vestfirska efnahagsævintýrið í því sambandi. Segir Guðmundur svo að skattaframlag Vestfjarða hafi undanfarin fimm ár verið 30 milljarðar króna, og fyrirsjáanlegt verði að næstu fimm ár verði framlagið 60 milljarðar. Við það bætist svo 40 milljarðar í aukaskattgreiðslur vegna sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. „Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar.“ „Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar.“ „Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega,“ segir Guðmundur. Beinar álögur ríkisins 91 prósent af rekstrarafkomu Guðmundur vísar því næst í útreikninga Skattsins, þar sem greining var gerð á áhrifum veiðigjaldaáformanna á fyrirtæki í sjávarútvegi. Útreikningar Skattsins. „Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda.“ „Útreikningarnir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur á veiðileyfagjöld má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar enda með ósköpum.“ Níutíu prósent kvótans hafi skipt um hendur „Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika.“ „Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist,“ segir Guðmundur. Fjölskyldur hafi með harðfylgni og vinnusemi komið undir sér fótunum aftur og áratug síðar hafi rekstur víðast hvar verið kominn í ásættanleg horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum auki veltu og umsvif. „Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi.“ „Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Guðmundur Fertram.
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Skattar og tollar Tengdar fréttir Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25. júní 2025 12:03 Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25. júní 2025 12:03
Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39