Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra? Monika Margrét Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2025 13:31 Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun