Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þróttarar mættu ekki í lyfjapróf

    Þrír leikmenn handknattleiksliðs Þróttar í Vogum skrópuðu í lyfjapróf eftir bikarleik gegn Stjörnunni í gær og eiga tveggja ára keppnisbann yfir höfði sér. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar úr leik

    Karlalið Hauka er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 29-19 tap fyrir Paris Handball á heimavelli sínum í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leiknum með 10 marka mun og sáu því vart til sólar í einvíginu. Fyrr í dag féllu Fylkismenn úr Áskorendakeppni Evrópu eftir naumt tap gegn St. Otmar frá Sviss.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri skellti Stjörnunni

    Akureyri vann nokkuð sigur á Stjörnunni í Ásgarði í leik kvöldsins í DHL deild karla í handknattleik 23-22, eftir að heimamenn höfðu 5 marka forskot í hálfleik. Akureyri skaust með sigrinum í 3. sæti deildarinnar og hefur hlotið 7 stig í 5 leikjum, en Stjarnan er í 5. sæti með 4 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir úr leik

    Fylkir er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir annað naumt 30-29 tap fyrir svissneska liðinu St. Otmar ytra, en fyrri leik liðanna lauk með sama markamun í gær og því er íslenska liðið úr leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn aftur á toppinn

    Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Valsmenn skelltu sér aftur á topp deildarinnar með 31-25 sigri á ÍR. Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með 7 mörk en Davíð Georgsson skoraði 8 fyrir botnlið ÍR.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK á toppinn

    HK skellti sér á toppinn í dhl deild karla í kvöld með sigri á Haukum 26-21 í Digranesi. HK hefur 9 stig í efsta sæti deildarinnar en Valsmenn hafa 8 stig og eiga leik til góða. Haukar eru í sjötta sætinu með 4 stig eftir 6 leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur Akureyri á Fylki

    Akureyri komst upp fyrir Fylki og í 3. sæti DHL-deildar karla í handbolta með því að sigra Árbæjarliðið á heimavelli sínum í kvöld, 30-27. Akureyri er nú komið með 5 stig eftir fjóra leiki en Fylkir er með sama stigafjölda eftir fimm leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur vann í Laugardalshöllinni

    Valsmenn unnu öruggan og sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Fram í DHL-deild karla, 30-25, en leiknum Í Laugardalshöllinni var að ljúka rétt í þessu. Valur endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar en Framarar sitja áfram í næst neðsta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK skellti ÍR í Breiðholti

    HK endurheimti toppsæti DHL-deildar karla í handbolta í dag með því að vinna nauman útisigur á ÍR-ingum í Breiðholti, 21-22. HK er með sjö stig á toppi deildarinnar en Valsmenn, sem koma í öðru sæti með sex stig, mæta Fram á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Hauka

    Stjarnan lagði Hauka 33-29 á útivelli í leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta og náði með þessum mikilvæga sigri að rétta sinn hlut nokkuð í deildinni eftir slæma byrjun. Bæði lið eru með 4 stig eftir 5 umferðir í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tveir stórleikir í 16 liða úrslitunum

    Í dag var dregið í 16 liða úrslit karla í ss bikarnum í karlaflokki og þar verða tveir stórleikir á dagskrá. Íslandsmeistarar Fram mæta Fylki og Haukar taka á móti Valsmönnum, en leikirnir verða spilaðir 15. nóvember.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristján ráðinn þjálfari út tímabilið

    Stjarnan réð í gær Kristján Halldórsson sem þjálfari karlaliðsins út þetta tímabil en Kristján tekur við starfinu af þeim Sigurði Bjarnasyni og Magnúsi Teitssyni sem sögðu upp störfum á dögunum. Það hafði gengið frekar brösuglega hjá Stjörnumönnum að finna nýjan mann en nú er loks orðið ljóst að Kristján stýrir skútunni til loka tímabilsins en hann hitti leikmennina í gærkvöldi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur og Konráð þjálfa Stjörnuna tímabundið

    Patrekur Jóhannesson fyrirliði og Konráð Olavsson munu stýra karlaliði Stjörnunnar í handbolta þangað til eftirmaður Sigurðar Bjarnasonar finnst, en Sigurður sagði starfi sínu lausu í gær. Formaður handknattleiksdeildar félagsins staðfesti þetta í samtali við NFS í kvöld, en vonaðist til að ganga frá ráðningu þjálfara í vikunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurður hættur að þjálfa Stjörnuna

    Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er að Sigurður Bjarnason hafi látið af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins og aðstoðarmaður hans Magnús Teitsson sömuleiðis.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Valsmenn unnu í dag góðan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handbolta 30-29 og því er Stjarnan enn án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 7 mörk fyrir Val og Patrekur Jóhannesson skoraði einni 7 mörk fyrir Stjörnuna. Ólafur Haukur Gíslason varði 17 skot í marki Vals.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK á toppnum

    Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram urðu að láta sér lynda jafntefli gegn HK í Digranesi 22-22 og því er Kópavogsliðið í efsta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga

    Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri vann góðan heimasigur

    Akureyri vann góðan heimasigur, 33-24, á ÍR á Akureyri í dag. Sigur Akureyringa var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 17-9. Akureyringar léku mjög vel í dag og varnarleikur þeirra var góður að sama skapi náðu ÍR-ingar sér aldrei á flug.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vorum ömurlegir í þessum leik

    Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir lagði Íslandsmeistaraefnin

    Fylkismenn, sem spáð var sjöunda sæti og falli í deildinni, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeistaraefnunum í Val í Árbænum nú rétt áðan 28-26. Val var spáð titlinum í spá fyrirliða og forráðamann fyrir mótið. Staðan í hálfleik var 14-9 fyrir fylki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir í Digranesið

    Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar skelltu Íslandsmeisturunum

    Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Framara að velli 30-29 í dhl deild karla í handbolta í kvöld. Andri Stefan skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Guðmundur Pedersen 6 og þeir Gísli Þórisson, Árni Sigtryggsson og Freyr Brynjarsson 4 hver. Þorri Gunnarsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Fram og Sergey Serenko skoraði 6 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur HK í Ásgarði

    Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvöld

    Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Akureyri

    Fyrsta umferð DHL deildar karla í handbolta kláraðist í dag með tveimur leikjum. Valur vann sigur á liði Akureyrar 26-22 í Laugardalshöllinni og HK lagði Fylki örugglega 31-24 í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óvæntur sigur ÍR á Haukum

    Lið ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Haukum örugglega 36-30 í síðari leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta. Það var mál manna fyrir mót að ÍR yrði í miklum vandræðum í vetur eftir að hafa enn eina ferðina misst mikið af mönnum úr hóp sínum, en þessi fyrsti leikur liðsins í deildinni virðist þó ekki bera þess merki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar komu fram hefndum

    Íslandsmeistarar Fram sóttu Stjörnuna heim í fyrsta leik DHL deildar karla í handknattleik í kvöld og höfðu Íslandsmeistararnir sigur 30-26 og komu því fram hefndum frá tapinu í meistarakeppni HSÍ á dögunum. Þess má geta að Fram tekur á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach í meistaradeildinni um helgina og verður sá leikur sýndur beint á Sýn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Deildin byrjar á stórleik

    DHL-deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Fyrsti leikur tímabilsins er stórleikur í Ásgarði þar sem bikarmeistarar Stjörnnunar mæta Íslandsmeisturum Fram og hefst leikurinn kl. 19:00. Í Austurbergi mætast ÍR og Haukar og hefst sá leikur kl. 20:00.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spá þjálfara og forráðamanna

    Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram - Stjarnan að hefjast

    Leikur Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ hefst nú klukkan 19 í Framhúsinu, en þetta er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistaranna í handboltanum og markar hann upphaf leiktíðarinnar.

    Handbolti