Hitar upp með Hebba og Europe í græjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2009 15:15 Árni sést hér fyrir aftan Gunnar Magnússon, aðalþjálfara HK. Mynd/Anton „Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr. Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr.
Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira