Handbolti

Vorum virkilegir klaufar síðustu mínúturnar

Gunnar Magnússon, þjálfari HK.
Gunnar Magnússon, þjálfari HK. Mynd/Anton

HK-menn þurftu nauðsynlega á tveimur stigum að halda á Akureyri í N1 deild karla í kvöld en urðu að sætta sig við eitt stig.

„Við vorum virkilegir klaufar síðustu mínúturnar," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK. „Tveimur mörkum yfir brjótum við á manni í hraðaupphlaupi og lendum manni undir. Það var dýrt. Við vorum með leikinn algjörlega í okkar höndum," sagði Gunnar sem var þó ánægður með stigið eftir allt.

„Þetta stig gerir það að verkum að við erum enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni," sagði Gunnar en stigið nægði HK til að fara upp fyrir FH og alla leið upp í 4. sætið.

Liðin eru jöfn að stigum en HK hefur betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn FH enda búið að vinna alla þrjá leiki liðanna í vetur. FH getur endurheimt 4. sæti vinni þeir Stjörnuna á morgun.

Meira um leikinn í Fréttablaðinu á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×