Handbolti

Vilhjálmur með þrettán mörk í óvæntum Stjörnusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Halldórsson fór á kostum í kvöld.
Vilhjálmur Halldórsson fór á kostum í kvöld. Mynd/Stefán

Vilhjálmur Halldórsson skoraði 13 mörk úr 15 skotum þegar Stjarnan vann óvæntan 32-29 sigur á FH í Kaplakrika í N1 deild karla í handbolta í kvöld.

Stjarnan var níu mörkum yfir í hálfleik, 18-9, en tapað kemur sér illa fyrir FH-inga sem eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. FH-liðið er nú í 5. sæti með jafnmörg stig og HK en með lakari árangur í innbyrðisviðureignum.

Ragnar Már Helgason kom næstur Vilhjálmi í markaskoruninni hjá Stjörnunni en hann gerði 6 mörk. Patrekur Jóhannesson lék með sínum mönnum og skoraði 4 mörk. Bjarni Fritzson skoraði 11 mörk fyrir FH og Aron Pálmarsson var með 7 mörk.

Stjarnan á enn möguleika á að bjarga sér frá falli en liðið er nú fimm stigum á eftir Akureyri þegar átta stig eru eftir í pottinum.

Arnór Gunnarsson skoraði 12 mörk fyrir Val í 32-17 stórsigri á Víkingi í Vodafone-höllinni í kvöld. Valur var 16-7 yfir í hálfleik.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Val og

Elvar Friðriksson var með 6 mörk. Einar Örn Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir Víkinga sem eru fallnir í 1. deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×