

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

LeBron James hættur á samfélagsmiðlum
Körfuboltagoðsögnin LeBron James tilkynnti óvænt í gærkvöld að hann væri farinn í hlé frá samfélagsmiðlum, og vísaði í gagnrýni á „neikvæða“ umræðu í bandarískum fjölmiðlum.

Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja
Russell Westbrook átti góðan leik með Denver Nuggets þegar liðið vann Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt en hann fékk líka afar sérstaka tæknivillu í leiknum.

Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan
Það er ný stjarna að fæðast í Los Angeles. Sá heitir Dalton Knecht og spilar með liði LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta.

Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs
Eftir að hafa unnið fyrstu fimmtán leiki sína tapaði Cleveland Cavaliers sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið sótti Boston Celtics heim í nótt. Meistararnir unnu 120-117 sigur.

Skoraði 109 stig á tveimur dögum
Engu er logið þegar sagt er að De'Aaron Fox, leikmaður Sacramento Kings, hafi verið sjóðheitur í síðustu tveimur leikjum liðsins. Í þeim skoraði hann samtals 109 stig.

LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð
Hinn 39 ára LeBron James var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði San Antonio Spurs, 115-120, í NBA-bikarnum í nótt.

LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir
Þrátt fyrir að verða fertugur í lok ársins virðist ekkert vera að hægjast á LeBron James. Hann segir að hann spili þó varla mörg ár í viðbót.

Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár
Lebron James er á 22. tímabili sínu í NBA deildinni og heldur upp á fertugsafmælið sitt í næsta mánuði. Það er ekki að sjá á leik hans.

Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt
Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo skoruðu báðir fimmtíu stig eða meira í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Popovich fékk heilablóðfall
Gregg Popovich, þjálfari NBA liðsins San Antonio Spurs, fékk vægt heilablóðfall 2. nóvember síðastliðinn.

Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum
Jaylen Brown, leikmaður NBA-meistara Boston Celtics, var ekki sáttur við framkomu stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo í leiknum gegn Milwaukee Bucks í gær.

Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar
Í Bónus Körfuboltakvöldi valdi Teitur Örlygsson úrvalslið uppáhalds samherja sinna á ferlinum. Einn þeirra spilaði í úrslitum NBA-deildarinnar.

Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar
Scottie Pippen hefur kvartað lengi yfir því að vera alltaf í skugganum á Michael Jordan en nú getur hann þakkað syni sínum fyrir að gera sig einstakan í sögu NBA deildarinnar í körfubolta.

Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp
Bronny James, sonur LeBron James, er á leiðinni í þróunardeild NBA, svokallaða G-deild, eftir að hafa byrjað tímabilið með föður sínum í Los Angeles Lakers.

Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína
Það virðist enginn geta stoppað lið Cleveland Cavaliers í byrjun NBA tímabilsins í körfubolta.

Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann
Joel Embiid, miðherji og súperstjarna Philadelphia 76ers liðsins, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af NBA deildinni í körfubolta.

Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna
Chicago Bulls-treyja sem Michael Jordan notaði á tímabilinu 1996-97 seldist fyrir 4,68 milljónir dollara, eða 642 milljónir íslenskra króna, á uppboði Sotheby's.

Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant
Stjarna Memphis Grizzlies, Ja Morant, sýndi stórkostleg tilþrif og skoraði ótrúlega körfu gegn Brooklyn Nets, ekki eina heldur tvær.

Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda
Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, mun ekki stýra liðinu á næstunni eftir að hann veiktist skyndilega fyrir leik liðsins um helgina.

Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid
Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers, er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins. Misfögrum orðum er farið um Frakkann.

NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn
Detriot Pistons mætti Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og vann góðan sigur. Það var þó ferðalag leikmanna liðsins á leikinn sem vakti einna helst athygli.

Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins
Cleveland Cavaliers rétt mörðu eins stigs sigur gegn Milwaukee Bucks. Oklahoma City Thunder unnu öruggan þrettán stiga sigur gegn Los Angeles Clippers. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í upphafi tímabils og sitja í efstu sætum austur- og vesturdeildanna.

Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son
Joel Embiid lenti í áflogum við blaðamann eftir leik gegn Memphis Grizzlies í nótt, sem endaði með 124-107 tapi Philadelphia 76ers. Embiid öskraði á og réðst síðan á blaðamann sem hafði skrifað um látinn bróður hans og nýfæddan son.

LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA
Bronny James, sonur LeBrons, er kominn á blað í NBA. Hann skoraði sín fyrstu stig í deildinni þegar Los Angeles Lakers tapaði fyrir gamla liði pabba hans, Cleveland Cavaliers, 134-110.

Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA
Joe Mazzulla gerði Boston Celtics að NBA meisturum í sumar en hann vill sjá breytingar á reglum í leikjum NBA deildarinnar í körfubolta.

Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“
Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum.

Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu
Sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins velta fyrir sér stöðu Golden State Warriors í þætti kvöldsins. Þeir segja liðið lélegt, þó að í því sé einn besti maður deildarinnar, og augljóslega í leit að heppilegum leikmannaskiptum.

Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni
Miami Heat frumsýndi nýja styttu af goðsögninni Dwyane Wade í gær með viðhöfn fyrir utan heimahöll félagsins.

Busaði soninn í nýrri auglýsingu
LeBron James og sonur hans Bronny skrifuðu nýjan kafla í sögu NBA deildarinnar í fyrsta leik nýja tímabilsins. Skemmtilegt auglýsing feðganna vakti líka lukku.

Náðu því hvað LeBron sagði við soninn fyrir stundina sögulegu
LeBron James og Bronny James skrifuðu NBA-söguna í nótt þegar þeir urðu fyrstu feðgarnir í sögu deildarinnar til að spila saman.