NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Býflugurnar stungu Curry og félaga

Charlotte Hornets varð í nótt aðeins annað liðið til að vinna Golden State Warriors í NBA-deildinni á tímabilinu. Lokatölur í leik liðanna í Charlotte, 106-102.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­víst hversu lengi LeBron verður frá

LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers er liðið steinlá gegn Portland Trail Blazers um helgina. Lakers hefur ekki gefið út hversu lengi LeBron verður frá en hann hefur nú þegar misst af fjórum leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston

Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns

NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN.

Körfubolti
Fréttamynd

Bolarnir börðust til enda en baulað á Boston

Chicago Bulls fengu aðeins á sig 11 stig í lokaleikhlutanum, en skoruðu 39, gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bolarnir tryggðu sér 128-114 sigur eftir að hafa verið 19 stigum undir seint í þriðja leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Sektaður fyrir að kasta bolta upp í stúku

Körfuboltamaðurinn Kevin Durant, sem leikur með Brooklyn Nets í NBA-deildinni, hefur verið sektaður um 25.000 Bandaríkjadali fyrir að henda boltanum upp í stúku í sigri liðsins gegn Indiana Pacers aðfaranótt laugardags.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Melo skutu Cavaliers í kaf

LeBron James og Carmelo Anthony settu niður fimmtíu af 113 stigum Los Angels Lakers er liðið sigraði Cleveland Cavaliers í nótt, 113-101. Alls fóru fram sjö leikir í nótt.

Körfubolti