Utah Jazz tilbúið að hlusta á tilboð í Donovan Mitchell Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 08:31 Donovan Mitchell gæti verið á förum frá Utah. Alex Goodlett/Getty Images Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal. Donovan Mitchell er án efa besti leikmaður Jazz en liðið endaði í 5. sæti Vesturdeildar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik gegn Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi 25 ára gamli skotbakvörður hefur verið aðalmaðurinn í Utah undanfarin ár og hafði félagið gefið út að hann væri ósnertanlegur, þangað til nú. After previously shutting down inquiries on moving All-Star guard Donovan Mitchell, rival teams say the Utah Jazz are showing a willingness to listen on possible trade scenarios, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 12, 2022 Adrian Wojnarowski, maðurinn sem allt veit er kemur að NBA-deildinni, greindi frá nýverið að Jazz væri tilbúið að skoða markaðinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Justin Zanik, sagði í viðtali að NBA-deildin væri alltaf að þróast og að hann gæti ekki sagt að einhver einn leikmaður væri ósnertanlegur. Zanik tók þó fram að félagið væri ekki markvisst að reyna skipta Mitchell út en samkvæmt Wojnarowski er Jazz tilbúið að skoða tilboð ef þau berast. Í raun er Utah til í að skoða skipti á hvaða leikmanni liðsins sem er en það sannaðist þegar Rudy Gobert var skipt til Minnesota Timberwolves. Má færa ágætis rök fyrir því að hann hafi verið næstbesti maður Utah en hann er nú horfinn á braut. Sama hvað er ljóst að það á nóg eftir að gerast á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvað verður um Kevin Durant sem og Donovan Mitchell. Sá síðarnefndi skoraði að meðaltali 26 stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Donovan Mitchell er án efa besti leikmaður Jazz en liðið endaði í 5. sæti Vesturdeildar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik gegn Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi 25 ára gamli skotbakvörður hefur verið aðalmaðurinn í Utah undanfarin ár og hafði félagið gefið út að hann væri ósnertanlegur, þangað til nú. After previously shutting down inquiries on moving All-Star guard Donovan Mitchell, rival teams say the Utah Jazz are showing a willingness to listen on possible trade scenarios, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 12, 2022 Adrian Wojnarowski, maðurinn sem allt veit er kemur að NBA-deildinni, greindi frá nýverið að Jazz væri tilbúið að skoða markaðinn. Framkvæmdastjóri félagsins, Justin Zanik, sagði í viðtali að NBA-deildin væri alltaf að þróast og að hann gæti ekki sagt að einhver einn leikmaður væri ósnertanlegur. Zanik tók þó fram að félagið væri ekki markvisst að reyna skipta Mitchell út en samkvæmt Wojnarowski er Jazz tilbúið að skoða tilboð ef þau berast. Í raun er Utah til í að skoða skipti á hvaða leikmanni liðsins sem er en það sannaðist þegar Rudy Gobert var skipt til Minnesota Timberwolves. Má færa ágætis rök fyrir því að hann hafi verið næstbesti maður Utah en hann er nú horfinn á braut. Sama hvað er ljóst að það á nóg eftir að gerast á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvað verður um Kevin Durant sem og Donovan Mitchell. Sá síðarnefndi skoraði að meðaltali 26 stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira