LeBron skrifar undir sögulegan samning hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 10:31 LeBron er eflaust aðeins ánægðari í dag en hann var þarna. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA. Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00
LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31
LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31