Klárt hvaða fjögur lið keppa á úrslitahelginni í Las Vegas Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas og hefjast strax annað kvöld. Körfubolti 6. desember 2023 12:31
Áhorfandi lést á NBA leik í nótt Sacramento Kings greindi frá því að áhorfandi á leik Sacramento Kings og New Orleans Pelicans í NBA deildarbikarnum í nótt hafi látist. Körfubolti 5. desember 2023 15:45
Var „dauður“ í fyrri hálfleik en of góður fyrir toppliðið í þeim síðari Indiana Pacers sló topplið Boston Celtics út úr átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins í nótt og er þar með búið að tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas ásamt liði New Orleans Pelicans sem vann líka sinn leik í gær. Körfubolti 5. desember 2023 12:31
Lögmál leiksins: „Búinn að hugsa þetta í allan dag og ég ætla að segja nei“ Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað þegar Lögmál leiksins var sýnt í gær, mánudag. Í þættinum var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni í körfubolta. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. Körfubolti 5. desember 2023 07:00
Lögmál leiksins um skrokkinn á Klay: „Getur bara verið góður í fjórða hverjum leik“ „Maður spyr sig eftir þennan leik, það hefur verið pínu stef að liðið hefur verið að missa niður forystu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins, um lið Golden State Warriors. Körfubolti 4. desember 2023 17:31
Boston Celtics án lykilmanns í átta liða úrslitunum í kvöld Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins fara fram í kvöld en átta liða úrslitunum lýkur svo aðra nótt með hinum tveimur leikjunum. Körfubolti 4. desember 2023 13:00
Kevin Durant orðinn sá tíundi stigahæsti í sögunni Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er orðinn tíundi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi eftir að hafa skorað 30 stig fyrir Phoenix Suns í nótt. Körfubolti 3. desember 2023 12:00
Þrjátíu stig í röð og þreföld tvenna dugðu ekki til Luka Doncic og félagar hans í Dallas Mavericks þurftu að sætta sig við sex stiga tap er liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 120-126, þrátt fyrir að heimamenn hafi á einum tímapunkti skorað þrjátíu stig í röð. Körfubolti 3. desember 2023 10:16
Lögreglan skoðar samband NBA-stjörnu og stúlku undir lögaldri Lögreglan í Newport Beach í Kaliforníu fylki er nú farinn að rannsaka það hvort að NBA stjarnan Josh Giddey hjá Oklahoma City Thunder hafi brotið lög með sambandi við stúlku undir lögaldri. Körfubolti 30. nóvember 2023 07:00
Golden State klúðraði 24 stiga forskoti og er úr leik: Átta liða úrslitin klár Átta liða úrslitin eru nú klár í NBA deildarbikarnum en þetta var endanlega ljóst eftir leiki næturinnar. Þetta er fyrsta árið með þessa nýju bikarkeppni inn á miðju NBA tímabilinu. Körfubolti 29. nóvember 2023 12:01
Mark Cuban að selja Dallas Mavericks Mark Cuban er einn þekktasti og litríkasti eigandi félags í NBA-deildinni en nú virðist komið að tímamótum hjá honum. Körfubolti 29. nóvember 2023 07:31
Stærsta tap LeBrons á ferlinum LeBron James náði merkum áfanga þegar Los Angeles Lakers mætti Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann hafði samt litla ástæðu til að gleðjast eftir leik. Körfubolti 28. nóvember 2023 09:30
„Scott Foster er óvinur númer eitt“ Sápuóperan um samskipti NBA-stjörnunnar Chris Paul og NBA-dómarans Scott Foster er meðal þess sem er til umræðu í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en í þessum vikulega þætti ef farið yfir gang mála í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 27. nóvember 2023 17:00
Lillard hefur skorað 32 stig eða meira gegn öllum liðum nema einu Skotbakvörðurinn Damian Lillard hefur verið einn afkastamesti skorari NBA deildarinnar síðustu ár en hann hefur skorað í það minnsta 32 stig gegn öllum liðum deildarinnar að einu undanskildu. Körfubolti 26. nóvember 2023 22:31
Þrír leikmenn Milwaukee Bucks skráðu sig saman í sögubækurnar Milwaukee Bucks unnu tæpan sigur í nótt á einu lélegasta liði NBA deildarinnar, Washington Wizards, 131-128. Sigurinn fer þó í sögubækurnar þar sem þrír leikmenn liðsins skoruðu yfir 30 stig. Körfubolti 25. nóvember 2023 13:45
Rockets lögðu meistara Nuggets aftur Tíu leikur fóru fram í NBA deildinni í nótt. Houston Rockets tóku á móti meisturum Denver Nuggets í annað sinn í vetur og fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi, 105-86. Körfubolti 25. nóvember 2023 09:35
Popovich bað stuðningsmennina að hætta að púa á Leonard Gregg Popovich bað stuðningsmenn San Antonio Spurs að hætta að púa á Kawhi Leonard, fyrrverandi leikmann liðsins, í miðjum leik. Körfubolti 23. nóvember 2023 13:32
Hækkaði um fimm sentimetra eftir fimmtán ár í NBA-deildinni Örlög margra körfuboltamanna hafa tekið stökk í rétta átt eftir vaxtarkipp á táningsárunum en sumir virðast getað stækkað eftir þrítugsafmælið. Körfubolti 22. nóvember 2023 13:00
LeBron fyrstur til að skora 39 þúsund stig í NBA LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers komust í nótt í átta liða úrslit nýja deildarbikars NBA deildarinnar ásamt liði Indiana Pacers. Körfubolti 22. nóvember 2023 11:01
Var í kringum NBA-stjörnurnar á hverjum degi Þorvaldur Orri Árnason er nýjasti leikmaður Njarðvíkur í körfuboltanum en hann er kominn heim eftir mikið ævintýri í Bandaríkjunum þar sem hann spilaði með venslaliði NBA félagsins Cleveland Cavaliers. Körfubolti 22. nóvember 2023 10:01
Nýliðatreyja Wembanyama seldist á 107 milljónir Treyjan sem Victor Wembanyama, nýliði í NBa-deildinni í körfubolta, klæddist í sínum fyrsta leik í deildinni seldist á uppboði í kvöld fyrir um 107 milljónir króna. Körfubolti 21. nóvember 2023 22:31
Lakers og Jazz í úrslitaleik í nótt um að komast áfram í átta liða úrslitin Los Angeles Lakers var fyrsta liðið til að vinna þrjá sigra í nýja deildarbikar NBA deildarinnar í körfubolta og getur tekið annað sögulegt skref í kvöld. Körfubolti 21. nóvember 2023 13:31
Lögmál leiksins: „Held að þeir verði að eilífu lélegir“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir hvort Los Angeles Clippers kæmist í úrslitakeppnina, hvort Charlotte Hornets yrði að eilífu lélegt og hversu góðir Tyrese Maxey og Shai Gilgeous-Alexander væru. Körfubolti 21. nóvember 2023 07:01
Tommi Steindórs greindi hálstak Draymons Green Meðal þess sem verður farið yfir í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er leikbannið sem Draymond Green fékk fyrir að taka Rudy Gobert hálstaki. Körfubolti 20. nóvember 2023 17:46
Elsti leikmaður NBA deildarinnar með 37 stig og sigurstigið LeBron James minnti enn á ný á sig í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann fór fyrir 105-104 sigri Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Körfubolti 20. nóvember 2023 16:00
Tröllaþrenna Jókersins dugði ekki til gegn Zion Leikið var í deildabikar NBA-deildarinnar í nótt. Meistarar Denver Nuggets tapaði sínum fyrsta leik og þá vann Milwaukee Bucks góðan sigur. Körfubolti 18. nóvember 2023 12:00
Rudy Gobert virðist hafa uppljóstrað leyndarmáli Draymonds Green Draymond Green var rekinn út úr húsi í byrjun leiks Golden State Warriors í vikunni fyrir að taka franska miðherjann Rudy Gobert hálstaki og sleppa ekki í langan tíma. Körfubolti 17. nóvember 2023 17:01
Draymond Green dæmdur í fimm leikja bann NBAödeildin í körfubolta hefur sett Golden State Warriors leikmanninn, Draymond Green, í fimm leikja bann fyrir hegðun sína í leiknum á móti Minnesota Timberwolves í fyrrinótt. Körfubolti 16. nóvember 2023 06:30
Mynd af nýliðunum í NBA setur netið á hliðina Mynd sem náðist af tveimur af bestu ungu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta saman hefur vakið gríðarlega athygli. Körfubolti 15. nóvember 2023 17:01
Curry segir ekkert mál að skilja hvernig nýi deildarbikar NBA virkar Leikir NBA körfuboltaliðanna gilda tvöfalt á þriðjudögum og föstudögum í þessum nóvembermánuði. Körfubolti 15. nóvember 2023 16:01