„Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 11:23 LeBron James var að spila í nítjánda sinn á jóladag. Thearon W. Henderson/Getty Images LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni. Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira