Körfubolti

Sel­foss fær leik­mann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tony Wrouten lék 72 leiki með 76ers tímabilið 2013-14.
Tony Wrouten lék 72 leiki með 76ers tímabilið 2013-14.

Selfoss hefur samið við bandaríska bakvörðinn Tony Wroten og hann mun leika með liðinu seinni hluta tímabilsins í næstefstu deild.

Tony var 25. val í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2012 og fór til Memphis Grizzlies. Hann spilaði mest í G-deildinni á sínu fyrsta tímabili og fór svo til Philadelphia 76ers í þrjú ár. Alls á hann að baki 145 leiki í NBA deildinni og spilaði að meðaltali 21 mínútu í þeim, skoraði 11,1 stig og gaf 3 stoðsendingar.

Tony var valinn til Memphis Grizzlies á sínum tíma.

Hann hefur einnig spilað à Spàni, Grikklandi, Pòllandi og nú síðast í Úrúgvæ. Hann er væntanlegur á Selfoss í byrjun janúar.

Liðið þarf sannarlega á hans kröftum að halda enda í neðsta sæti deildarinnar, með aðeins tvo sigra í tíu leikjum og fall blasir við ef ekkert breytist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×