Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25. maí 2023 22:52
Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Lífið 25. maí 2023 20:00
Bergþóra hlaut Maístjörnuna fyrir Allt sem rennur Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur hlaut verðlaunin Maístjörnuna fyrir bók sína Allt sem rennur. Verðlaunin voru veitt í sjöunda sinn í gær. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin. Menning 25. maí 2023 12:39
Jóhanna Guðrún og dóttir hennar sameina krafta sína Ástsæla tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband ásamt glænýrri söngkonu sem heitir Margrét, er sjö ára gömul og er jafnframt dóttir Jóhönnu. Lagið ber heitið Best í heimi og er tónlistarmyndbandið frumsýnt í pistlinum hér fyrir neðan. Blaðamaður tók púlsinn á Jóhönnu Guðrúnu og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 25. maí 2023 11:12
Útiloka að ABBA komi saman á Eurovision 2024 Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo. Lífið 25. maí 2023 08:32
Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Innlent 25. maí 2023 07:44
Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24. maí 2023 21:55
Ingi Björn Guðnason ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, hefur verið ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann var ráðinn úr hópi sautján umsækjenda og tók við starfinu í síðasta mánuði. Innlent 24. maí 2023 21:32
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24. maí 2023 18:39
Settu allan peninginn í tónlistarmyndbandið Theódór Pálsson, sem gengur undir listamannsnafninu Theó Paula, gaf nýverið út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Devil never Killed. Lífið 24. maí 2023 16:16
„Munar um hvern einasta hval“ Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi. Innlent 24. maí 2023 15:15
Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Menning 24. maí 2023 14:02
Hristir upp í hefðbundnum heimilisstíl „Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 24. maí 2023 07:00
Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. Skoðun 24. maí 2023 06:31
Birgir Steinn og Rakel eiga von á barni Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið 23. maí 2023 17:13
Sveitarstjórn Múlaþings ekki á móti þjóðsöngnum Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar. Innlent 23. maí 2023 12:09
Íslenskar bókmenntir í bullandi útrás Fyrri hluti úthlutunar til þýðinga á íslenskum bókum fyrir þetta ár hafa nú farið fram. 54 verk hljóta styrki að upphæð 9 milljónir króna til þýðinga á 15 tungumál. Menning 23. maí 2023 11:47
Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Lífið 23. maí 2023 10:41
Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. Innlent 23. maí 2023 09:02
Ólafur Egill tekur við formennskunni af Kolbrúnu Ólafur Egill Egilsson tók í gærkvöldi við embætti formanns Félags leikstjóra á Íslandi. Ólafur tekur við formennsku af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem tekur við stöðu formanns BHM síðar í vikunni. Menning 23. maí 2023 08:48
Ray Stevenson látinn Breski leikarinn Ray Stevenson er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent. Lífið 22. maí 2023 21:48
Myndaveisla: Einstök upplifun í frumsýningarteiti Það var margt um manninn í Bíó Paradís síðastliðið fimmtudagskvöld í frumsýningarteiti þáttaseríunnar Mannflóran. Er um að ræða heimildaþætti um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel Björk Sturludóttir er þáttastjórnandi og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir. Bíó og sjónvarp 22. maí 2023 14:00
Fertugur Bent skálaði við foss og naut í Hvammsvík Ágúst Bent rappari fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi á flakki um suðvesturhornið í gær. Vinir hans sungu Stuðmannalag honum til heiðurs við Þórufoss. Lífið 22. maí 2023 13:00
Tekur við kjuðunum í Foo Fighters Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær. Lífið 22. maí 2023 11:58
„Ég fór bara í „blackout““ Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas. Lífið 22. maí 2023 09:23
Ríkisborgararétturinn veitir Pussy Riot mikil tækifæri Mariia Alekhina, liðsmaður tónlistar og gjörningahópsins Pussy Riot, segist afar þakklát að fá íslenskan ríkisborgararétt. Hún segir hann veita sér mun meiri tækifæri til þess að halda starfinu áfram. Innlent 22. maí 2023 07:00
Sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborg Undirbúningur stendur nú á fullum krafti á Patreksfirði vegna Skjaldborgar, sem er hátíð íslenskra heimildamynd og verður haldin um næstu helgi, hvítasunnuhelgina. Sautján íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Innlent 21. maí 2023 15:00
Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Tónlist 20. maí 2023 17:01
Hálfíslensk leikkona á uppleið í Bandaríkjunum Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson. Lífið 20. maí 2023 16:01
„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“ Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. Lífið 20. maí 2023 07:00