Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2024 16:24 Nokkuð fjölbreyttur hópur listafólks er á listanum. Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2023. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Óskar er að jafnaði með 3,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt álagningaskrá Skattsins. Næst á eftir kemur Atli Geir Grétarsson leikmyndahönnuður með 2,6 milljónir á mánuði, þá Sigga Beinteinsdóttir með 1,9 milljónir króna. Óskar hefur komið víða við á ferlinum, var einn af aðaleigendum Morgunblaðsins og var útgefandi þess til loka ársins 2014. Hann hefur einnig verið forstjóri TM og Hagkaups og var áður stjórnarformaður Baugs hf. Hann gaf í hitt í fyrra út skáldsöguna Leyniviðauki 4. Leikarar og grínistar atkvæðamiklir Athygli vekur að tónlistarmaðurinn Helgi Björns er nú með 1,1 milljón krónur á mánuði í laun að jafnaði miðað við greitt útsvar og í 26. sæti yfir launahæstu listamenn landsins. Það er töluvert neðar en í fyrra þegar hann var með fjórar milljónir króna í laun á mánuði, miðað við greitt útsvar. Meðal annarra áhugaverðra listamanna á tekjulistanum er Vilhelm Þór Neto leikari og grínisti, hann er með eina milljón á mánuði, Ari Eldjárn grínisti sömuleiðis sem og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Aðrir áhugaverðir eru tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er með 976 þúsund krónur á mánuði miðað við greitt útsvar, kollegi hans tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, er með 760 þúsund krónur að jafnaði á mánuði miðað við listann og Vala Kristín Eiríksdóttir með 935 þúsund krónur á mánuði, svo eitthvað sé nefnt. Tekjuhæstu listamennirnir í Tekjublaðinu: Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi og stjform. Eimskips - 3,7 milljónir Atli Geir Grétarsson, leikmyndahönnuður - 2,6 milljónir Sigríður M. Beinteinsdóttir, söngkona - 1,9 milljónir Steinþór Hróar Steinþórsson, skemmtikraftur - 1,8 milljónir Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri - 1,8 milljónir Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. - 1,7 milljónir Örn Árnason, leikari - 1,7 milljónir Kristín Ágústa Ögmundsdóttir, frkvstj. Borgarleikhússins - 1,7 milljónir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustj. Ísl. óperunni - 1,6 milljónir Ólafur Darri Ólafsson, leikari - 1,6 milljónir Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2023. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Óskar er að jafnaði með 3,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt álagningaskrá Skattsins. Næst á eftir kemur Atli Geir Grétarsson leikmyndahönnuður með 2,6 milljónir á mánuði, þá Sigga Beinteinsdóttir með 1,9 milljónir króna. Óskar hefur komið víða við á ferlinum, var einn af aðaleigendum Morgunblaðsins og var útgefandi þess til loka ársins 2014. Hann hefur einnig verið forstjóri TM og Hagkaups og var áður stjórnarformaður Baugs hf. Hann gaf í hitt í fyrra út skáldsöguna Leyniviðauki 4. Leikarar og grínistar atkvæðamiklir Athygli vekur að tónlistarmaðurinn Helgi Björns er nú með 1,1 milljón krónur á mánuði í laun að jafnaði miðað við greitt útsvar og í 26. sæti yfir launahæstu listamenn landsins. Það er töluvert neðar en í fyrra þegar hann var með fjórar milljónir króna í laun á mánuði, miðað við greitt útsvar. Meðal annarra áhugaverðra listamanna á tekjulistanum er Vilhelm Þór Neto leikari og grínisti, hann er með eina milljón á mánuði, Ari Eldjárn grínisti sömuleiðis sem og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Aðrir áhugaverðir eru tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er með 976 þúsund krónur á mánuði miðað við greitt útsvar, kollegi hans tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, er með 760 þúsund krónur að jafnaði á mánuði miðað við listann og Vala Kristín Eiríksdóttir með 935 þúsund krónur á mánuði, svo eitthvað sé nefnt. Tekjuhæstu listamennirnir í Tekjublaðinu: Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi og stjform. Eimskips - 3,7 milljónir Atli Geir Grétarsson, leikmyndahönnuður - 2,6 milljónir Sigríður M. Beinteinsdóttir, söngkona - 1,9 milljónir Steinþór Hróar Steinþórsson, skemmtikraftur - 1,8 milljónir Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri - 1,8 milljónir Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. - 1,7 milljónir Örn Árnason, leikari - 1,7 milljónir Kristín Ágústa Ögmundsdóttir, frkvstj. Borgarleikhússins - 1,7 milljónir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustj. Ísl. óperunni - 1,6 milljónir Ólafur Darri Ólafsson, leikari - 1,6 milljónir Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira