Segir fitubúninginn hafa bjargað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 07:36 Í leikritinu Player Kings klæðist McKellen fitubúningi, sem hann segir hafa bjargað sér þegar hann féll af sviði í júní. Getty/Hoda Davaine Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“ Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“
Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15
Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54