„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 12:18 Menningarnótt fer fram í dag. Mynd úr safni. Vísir/Hulda Margrét Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. „Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“ Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
„Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“
Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira