„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 12:18 Menningarnótt fer fram í dag. Mynd úr safni. Vísir/Hulda Margrét Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. „Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“ Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“
Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira