Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30. júní 2023 00:02
Skiptu þrisvar um erindi Ingi Þór Þórhallsson gaf á dögunum út sitt annað lag, sem heitir Þú. Lagið gaf hann út í samstarfi við Kristinn Óla Haraldsson, eða Króla eins og hann er gjarnan kallaður. Tónlist 29. júní 2023 13:13
Langþráður draumur Röggu Hólm rættist Langþráður draumur rapparans og plötusnúðarins Röggu Hólm rættist þegar hún sá átrúnaðargoðið og poppstjörnuna Beyoncé berum augum á tónleikum í borginni Varsjá í Póllandi í vikunni. Lífið 29. júní 2023 10:09
Ráðgátan um dýra málverkið leyst Málverk eftir óþekktan listamann, sem metið var á þrjátíu þúsund krónur, seldist flestum að óvörum á tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á uppboði í gær. Ástæðan er talin vera tilfinningalegt gildi efnistaka óþekkta listamannsins. Menning 28. júní 2023 22:10
Orð um bækur Síðustu ár hefur Jórunn Sigurðardóttir staðið vaktina á vettvangi bókmenntanna með þáttinn sinn Orð um bækur á Rás 1 en nú hefur síðasti þátturinn verið sendur út. Skoðun 28. júní 2023 15:00
Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik. Lífið 28. júní 2023 14:31
Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. Lífið 28. júní 2023 14:24
Við vorum bara pollar með enga reynslu Ásgeir Sigurðsson er einn yngsti framleiðandi og leikstjóri landsins en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Harm, á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til Edduverðlaunanna. Næstu verkefni Ásgeirs eru ekki síður spennandi. Lífið 28. júní 2023 10:11
Titanic-leikarinn Lew Palter látinn Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri. Lífið 28. júní 2023 10:05
Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Erlent 27. júní 2023 22:40
Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. Viðskipti innlent 27. júní 2023 14:57
Kaleo með góðgerðartónleika vegna harmleiksins í Svíþjóð Meðlimir Kaleo hafa ákveðið að blása til góðgerðartónleika í kvöld þar sem hljómsveitin er stödd í Stokkhólmi til styrktar fjölskyldna þeirra sem lentu í rússíbanaslysi í skemmtigarðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmtigarðinum í gær. Lífið 27. júní 2023 14:53
Brynhildur áfram í Borgó Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið endurráðin sem leikhússtjóri Borgarleikhússins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027. Menning 27. júní 2023 13:25
Lokaumferðin er hafin - Leitin að besta SS pylsulaginu Nú geta lesendur Vísis valið besta nýja SS pylsulagið. Undanúrslitin í Skúrnum voru tilkynnt í lok maí þar sem lesendur Vísis og þriggja manna dómnefnd völdu Gunnar & Benedikt, Sprite Zero Klan og Sæborg áfram í keppninni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Lífið samstarf 27. júní 2023 10:21
Tónleikum Lewis Capaldi í Höllinni aflýst Tónleikum Lewis Capaldi 11. ágúst í Laugardalshöllinni hefur verið aflýst. Ástæðan er ákvörðun tónlistamannsins um að aflýsa öllum tónleikum sínum það sem eftir er árs til að hlúa að andlegri heilsu sinni. Lífið 27. júní 2023 10:14
Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir. Lífið 27. júní 2023 09:20
Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Tónlist 26. júní 2023 17:09
Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað. Lífið 26. júní 2023 14:18
Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Innlent 26. júní 2023 10:32
Jónas Friðrik Guðnason er látinn Jónas Friðrik Guðnason, texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, er látinn, 77 ára að aldri. Innlent 26. júní 2023 08:52
Fundu lík á svæðinu þar sem Julian Sands hefur verið leitað Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku. Erlent 26. júní 2023 07:45
Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. Atvinnulíf 26. júní 2023 07:07
Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. Tónlist 24. júní 2023 17:00
Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 24. júní 2023 11:30
„Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. Lífið 23. júní 2023 20:00
Travis Scott á landinu Bandaríski rapparinn Travis Scott er þessa dagana á Íslandi. Lífið 23. júní 2023 17:05
Minnast Árna Johnsen með hlýju: Bóngóður vinur sem sat aldrei auðum höndum Árni Johnsen, þingmaður, tónlistarmaður og blaðamaður, var jarðsunginn í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Samferðamenn hans í pólitík og öðrum störfum minnast hans með hlýju. Innlent 23. júní 2023 15:30
Prettyboitjokkó í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Þjóðhátíð í Eyjum er handan við hornið og hefur tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, bæst í ört stækkandi hóp listamanna sem mun halda uppi stuðinu í Herjólfsdal í ár. Lífið 23. júní 2023 14:02
Kvíði er vani fyrir mér Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. Lífið 22. júní 2023 19:00
Páll Óskar genginn út: „Ég er hamingjusamasti hommi í heimi“ Páll Óskar, ástsælasti söngvari þjóðarinnar er genginn út, 53 ára að aldri. Hann segir tilfinninguna vægast sagt áhugaverða. Í kjölfarið gaf hann út lagið Galið gott, ásamt Doctor Victor. Hann segir textann hafa komið til sín eftir að ástin barði að dyrum. Lífið 22. júní 2023 10:10