Liljan er vinsælasta lagið á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2024 09:04 Það er alltaf mjög góð þátttaka í söngstundunum á Dalbæ enda skemmtileg hefð á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið. Það var yndislegt að fá að taka þátt í söngstund á Dalbæ þar sem fólkið er með sína söngbók og svo er bara sungið og sungið, stundum með undirspili og stundum hópurinn saman án undirspils. Starfsfólkið hefur ekki síður gaman af þessum stundum. Þetta gefur fólkinu greinilega mikið? „Já, mjög mikið, það eru alltaf allir mjög mikið brosandi, sem koma. Það er kaffi beint eftir söngstundina og það eru allir mjög mikið brosandi eftir þetta. Það er alltaf full stofan, allir að syngja með,” segir Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ. Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ, sem segir söngstundirnar gefa fólkinu mikið á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki gaman hér í söngstundinni ? „Jú, jú, þetta er mjög gaman, við erum að syngja allt mögulegt upp úr þessari bók,” segir Ástdís Lilja Óskarsdóttir heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal . Ástdís Lilja Óskarsdóttir, heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal og tekur alltaf þátt í söngstundinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gefur að skilja heyrist mis vel í söngfólkinu, sumir beita sér mjög mikið á meðan aðrir eru rólegri. Og þú syngur manna hæst eða hvað? „Já, ég geri það, þessa rödd fékk hjá föður mínum. Það er alltaf gaman að syngja, ég bíð eftir þessum stundum,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ. Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ og bíður alltaf eftir söngstundinni í hverri viku enda að syngja er það skemmtilegasta sem hún gerir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En rétt að skjóta inn í ótengt söngnum, veðurklúbburinn á Dalbæ er örugglega langþekktasti veðurklúbbur landsins og þó víðar væri leitað en klúbburinn spáði einmitt í lok sumars góðu hausti og vetri fram að jólum, að það virðist allt vera að rætast. „Það er nú ótrúlega oft, sem þau eru glúrin og kemur eitthvað skemmtilegt frá þeim en þau verða líka spæld þegar spáin rætist illa,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur að sönghópnum, ef eitthvað lag er vinsælt á Dalbæ þá er það Liljan, það er sungið á hverri einustu söngstund. Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Menning Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Það var yndislegt að fá að taka þátt í söngstund á Dalbæ þar sem fólkið er með sína söngbók og svo er bara sungið og sungið, stundum með undirspili og stundum hópurinn saman án undirspils. Starfsfólkið hefur ekki síður gaman af þessum stundum. Þetta gefur fólkinu greinilega mikið? „Já, mjög mikið, það eru alltaf allir mjög mikið brosandi, sem koma. Það er kaffi beint eftir söngstundina og það eru allir mjög mikið brosandi eftir þetta. Það er alltaf full stofan, allir að syngja með,” segir Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ. Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ, sem segir söngstundirnar gefa fólkinu mikið á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki gaman hér í söngstundinni ? „Jú, jú, þetta er mjög gaman, við erum að syngja allt mögulegt upp úr þessari bók,” segir Ástdís Lilja Óskarsdóttir heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal . Ástdís Lilja Óskarsdóttir, heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal og tekur alltaf þátt í söngstundinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gefur að skilja heyrist mis vel í söngfólkinu, sumir beita sér mjög mikið á meðan aðrir eru rólegri. Og þú syngur manna hæst eða hvað? „Já, ég geri það, þessa rödd fékk hjá föður mínum. Það er alltaf gaman að syngja, ég bíð eftir þessum stundum,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ. Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ og bíður alltaf eftir söngstundinni í hverri viku enda að syngja er það skemmtilegasta sem hún gerir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En rétt að skjóta inn í ótengt söngnum, veðurklúbburinn á Dalbæ er örugglega langþekktasti veðurklúbbur landsins og þó víðar væri leitað en klúbburinn spáði einmitt í lok sumars góðu hausti og vetri fram að jólum, að það virðist allt vera að rætast. „Það er nú ótrúlega oft, sem þau eru glúrin og kemur eitthvað skemmtilegt frá þeim en þau verða líka spæld þegar spáin rætist illa,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur að sönghópnum, ef eitthvað lag er vinsælt á Dalbæ þá er það Liljan, það er sungið á hverri einustu söngstund.
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Menning Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira