Lífið

Kynlífsatriðin alls ekki ó­þægi­leg

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Laura Dern og Liam Hemsworth leika á móti hvort öðru í kvikmyndinni Lonely Planet.
Laura Dern og Liam Hemsworth leika á móti hvort öðru í kvikmyndinni Lonely Planet. Emilio Madrid/Getty Images for Netflix

Leikkonan Laura Dern segist hafa eignast vin til lífstíðar í mótleikara hennar Liam Hemsworth en tvíeykið leikur á móti hvort öðru í nýju Netflix myndinni Lonely Planet. Dern lýsir því jafnframt yfir að hún hafi upplifað sig mjög örugga með Hemsworth við tökur á krefjandi senum, til dæmis þegar það kom að kynlífsatriðunum.

Kvikmyndin gerist í Marrakesh og segir frá frægum rithöfundi og fjármálabraskara sem fella hugi saman. Hér má sjá stiklu úr myndinni:

Dern segir að þau hafi náð gríðarlega vel saman og átt auðvelt með að ræða allt milli himins og jarðar. Traustið var algjört og vináttan í kjölfarið skrifað í stein.

„Þegar það kom að því að taka upp kynlífsatriðin þá var ekkert sem við gátum ekki rætt um eða fundið út úr. Við fengum líka mikinn stuðning og það var mikið rætt um mörk og annað.“

Þá segir Dern að reynsla þeirra beggja hafi sömuleiðis unnið vel með þeim og þau hafi verið heppin með hvort annað. 23 ára aldursmunur er á vinunum en Dern er 57 ára og Hemsworth 34 ára. 

Hemsworth sparar sömuleiðis ekki stóru orðin þegar það kemur að mótleikkonu hans og segist hafa verið algjörlega heillaður af þessari reynslu.

„Þegar við vorum við tökur á markaðnum í Marrakesh þá sáum við stundum ekki einu sinni í myndavélarnar. Þetta var svo afslappað og manni leið bara eins og við værum að hanga saman og það næðist á filmu. Stundum leið mér eins og við værum bara algjörlega við sjálf og ekki að leika.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×