Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Laddi fór á kostum á trommunum

Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari.

Tónlist
Fréttamynd

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu

Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu umhverfi í Napólí á 6. áratugnum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Til hamingju með Marakess-sáttmálann

Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út.

Skoðun
Fréttamynd

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.

Tónlist
Fréttamynd

Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“

Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar.

Tónlist
Fréttamynd

Sautján ára Íslendingur sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Kanye West

Konráð Darri Birgisson er sautján ára gamall tónlistarmaður, búsettur í Bandaríkjunum og gengur undir listamannsnafninu K1d Krono. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð gífurlegum árangri í tónlistarheiminum við að semja melódíur en hann á meðal annars hlut í laginu Louie Bags af plötunni Donda 2, sem hinn heimsfrægi rappari Kanye West gaf út á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Skemmtilegir hlutir til að gera í París

Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París.

Ferðalög
Fréttamynd

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!

Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. 

Gagnrýni
Fréttamynd

„Lagið var nánast tilbúið á klukkutíma“

Ekki fokkí mér er fyrsta smáskífan af solo plötu sem Ísidór sendir frá sér í vor. Lagið er hrátt og textinn einföld tjáning óþæginlegu ástandi. Ísidór er aðal taktsmiður og upptökustjóri Vill sem sendi frá sér plötuna Milljón Ár seinasta sumar, sem innihélt m.a. lögin Hata mig og 1000 Nætur feat. Agnes

Albumm
Fréttamynd

Börn og guðir í senn

Fannar Örn Karlsson og Júlíana Kristín Jóhannsdóttir mynda diskó-paunk dúettinn Guði hins nýja tíma en eru jafnframt tveir af fjórum meðlimum drungapaunksveitarinnar Barna, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir gotaskotið síðpönk sitt og almenn drungalegheit.

Tónlist