14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér „Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum. Lífið 11. nóvember 2022 13:30
Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 11. nóvember 2022 10:12
Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi. Innlent 11. nóvember 2022 08:51
Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. Bíó og sjónvarp 10. nóvember 2022 22:13
15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur. Lífið 10. nóvember 2022 20:01
Íslandsvinur kallar sig nú Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson Íslandsvinurinn og gamanleikarinn Rainn Wilson tilkynnti í gær að hann hefði breytt nafni sínu í Rainnfall Heat Wave Rising Sea Levels Wilson á helstu samfélagsmiðlum. Það gerði hann í nafni baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Lífið 10. nóvember 2022 18:33
Mugison gefur allt í órafmagnaða tónleika hjá Bylgjunni Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Mugison úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Mugison gefur allt í tónleikana eins og honum einum er lagið. Tónlist 10. nóvember 2022 18:01
Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Í dag opnaði glæsilegt 200 fermetra skautasvell í hjarta Hafnarfjarðar. Svellið nefnist Hjartasvell og er því ætlað að efla jólastemninguna og stuðla að hreyfingu og afþreyingu fyrir fjölskyldur á aðventunni. Jól 10. nóvember 2022 17:44
Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera.. Tónlist 10. nóvember 2022 12:04
Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám. Menning 10. nóvember 2022 10:06
Listaverkasafn stofnanda Microsoft selt fyrir metfé í þágu góðgerðarmála Listaverkaverkasafn í eigu Paul Allens heitins, annars stofnanda Microsoft, er nú í söluferli hjá uppboðshaldaranum Christies. Erlent 10. nóvember 2022 08:25
Árbæjarskóli og Austurbæjarskóli komnir í úrslit Skrekks Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram á þriðja og jafnframt síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks. Átta atriði komast í úrslit og verða seinustu tvö atriðin sem dómnefnd hleypir í úrslit, kynnt í fyrramálið. Menning 10. nóvember 2022 00:13
Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni. Innlent 9. nóvember 2022 16:45
Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. Bíó og sjónvarp 9. nóvember 2022 15:57
Sumarljós og svo kemur nóttin keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Hátíðin fer fram dagana 11. - 27. nóvember. Bíó og sjónvarp 9. nóvember 2022 15:30
Reynir að gera köngulærnar eins girnilegar og hægt er Listakonan Helena Margrét fann fyrir keppnisskapi í listinni á sínum yngri árum en hún stendur nú fyrir einkasýningu í Ásmundarsal og tekur þátt í sýningum víða um heiminn á næstunni. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Menning 9. nóvember 2022 14:31
David Beckham náði goðsagnakenndu Spice Girls augnabliki á filmu Myndskeið sem fótboltamaðurinn David Beckham birti á Instagram í gær hefur vakið mikla athygli. Á myndskeiðinu má sjá hinar goðsagnakenndu Kryddpíur samankomnar í góðum gír að taka Spice Girls smellinn vinsæla Say You'll Be There. Lífið 9. nóvember 2022 13:30
„Gaman að gera eitthvað úr engu“ Hópur af ellefu strákum sem allir eru á fyrsta ári í menntaskóla sendi frá sér fjögurra laga smáskífuna „MMVI“ síðastliðinn föstudag. Þeir gáfu fyrst út lagið „Sama“ fyrir rúmum þremur vikum síðan en lagið er komið með 35 þúsund hlustanir á streymisveitunni Spotify. Tónlist 9. nóvember 2022 11:31
Söngvari Nazareth er látinn Skoski söngvarinn Dan McCafferty, sem var einn af forsprökkum þungarokkssveitarinnar Nazareth, er látinn, 76 ára að aldri. Sveitin gerði garðinn frægan með rokkslögurum á borð við Love Hurts og Hair of the Dog. Lífið 9. nóvember 2022 07:32
Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Arnfríður Helgadóttir er öflug ung kona sem lætur drauma sína rætast. Hún átti sér þann draum að opna sinn eigin matarvagn niðri í miðbæ. Til þess að gera þann draum að veruleika vann hún í þremur vinnum, samhliða fullu námi, á meðan hún safnaði fyrir vagninum. Jól 9. nóvember 2022 07:00
Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Innlent 8. nóvember 2022 21:04
Myndaveisla: Lúxus og glamúr á glæsilegu förðunarkvöldi á Edition Reykjavík Edition hótelið fylltist af fögrum fljóðum á föstudagskvöldið, þegar þar fór fram Masterclass á vegum Reykjavík Makeup School og Lancôme. Þar kenndi förðunarfræðingurinn Heiður Ósk gestum glæsilega hátíðarförðun. Lífið 8. nóvember 2022 20:01
Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli „Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu. Menning 8. nóvember 2022 17:00
Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. Lífið 8. nóvember 2022 16:02
„Eftir þetta kvöld breyttist allt fyrir mig“ Síðastliðin ár hafa verið mikill tilfinningarússíbani hjá tónlistarkonunni Eydísi Evensen en hún var hálfpartinn uppgötvuð á Iceland Airwaves árið 2018 og hefur síðan þá spilað víðs vegar um Evrópu. Eydís kom aftur fram á Airwaves í ár en hún segir alltaf best að spila heima á Íslandi. Tónlist 8. nóvember 2022 15:01
Leslie Phillips er látinn Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. Lífið 8. nóvember 2022 14:48
Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. Menning 8. nóvember 2022 13:31
Rebel Wilson eignaðist barn með hjálp staðgöngumóður Leikkonan Rebel Wilson hefur eignast sitt fyrsta barn, dóttur að nafni Royce Lillian, með hjálp staðgöngumóður. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2022 21:46
Netverjar missa sig yfir óþekkjanlegum Zac Efron Leikarinn og sjarmatröllið Zac Efron er nánast óþekkjanlegur í nýju hlutverki sem hann fer með þessa dagana. Á nýlegum myndum af Efron má sjá hann vöðvastæltari en nokkru sinni fyrr, með klippingu sem minnir helst á Prins Valíant. Lífið 7. nóvember 2022 20:01
„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“ Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri. Tónlist 7. nóvember 2022 16:30