Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Eins og Vísir hefur greint frá eru aðstandendur höfundarins, Guðmunds Thorsteinssonar, Muggs, afar ósáttir við útgáfuna. Ný útgáfa er í höndum útgáfufyrirtækisins Óðinsauga og er þar að finna nýjar myndir í stað mynda Muggs.
Þá hefur Myndstef sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að það sé álit samtakanna að ný útgáfa gangi of nærri sæmdarrétti Muggs og réttmætum viðskiptaháttum. Álitamál sé um hvort fölsun sé að ræða.
Í svörum til Morgunblaðsins segir menningar-og viðskiptaráðuneytið að því hafi borist ábendingar vegna málsins. Óskað hafi verið eftir því að kannað yrði hvort ástæða væri til að beita ákvæði 2.mgr.53.gr. höfundalaga.
Samkvæmt henni er einungis heimilt að höfða mál vegna brota á sæmdarrétti verka sem fallin eru úr almennri höfundarréttarvernd að kröfu ráðherra, enda telji hann þess þörf vegna tillits til almennra menningarverndar. Segir ráðuneytið að sú könnun standi nú yfir í ráðuneytinu.