Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017. Lífið 2. desember 2022 10:01
Orange Is the New Black-leikari látinn Bandaríski leikarinn og fótboltaspilarinn Brad William Henke, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange Is the New Black, er látinn, 56 ára að aldri. Lífið 2. desember 2022 07:27
Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er Feiminn með Bríet. Söngkonan ástsæla tók lagið í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben árið 2019.Bríet sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn en við flutningin naut hún dyggrar aðstoðar Sóla Hólms sem sýndi fádæma hljómborðsleik. Jól 2. desember 2022 07:00
Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“ Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára. Innlent 1. desember 2022 22:23
Barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu Auður Jónsdóttir rithöfundur segist það lengsta sem hún hafi komist með að vera frægur tónlistarmaður vera þegar hún, þá 17 ára gömul á Akureyri passaði Bryndísi Jakobsdóttur fyrir Röggu Gísla og Jakob Frímann. Þau buðu barnapíunni með í Húnaver þar sem hún fékk baksviðspassa. En einhvernveginn æxlaðist það fljótt þannig að barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu í þvögu poppara og rokkara. Lífið 1. desember 2022 19:34
GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónlist 1. desember 2022 18:01
Katrín tilnefnd til bókmenntaverðlauna Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar. Menning 1. desember 2022 17:37
Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Menning 1. desember 2022 17:06
„Listin alltaf verið mín leið til að takast á við lífið“ Listakonan Sara Oskarsson opnar vinnustofu sína fyrir almenningi næstkomandi laugardag á sama tíma og hún opnar listasýninguna GLÓÐ. Hún byrjaði að mála af alvöru fyrir tuttugu árum síðan en hefur þó verið skapandi síðan hún man fyrst eftir sér. Blaðamaður heyrði í Söru og ræddi við hana um það sem er á döfinni. Menning 1. desember 2022 14:30
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um kókaínbjörninn mætt Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Cocaine Bear, á íslensku kókaínbjörninn, var birt í gær. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um svartbjörn sem étur mikið magn af kókaíni. Bíó og sjónvarp 1. desember 2022 13:21
Snorri Helga, Systur og Fóstbræður á Degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag. Íslensk tónlist sem og tónlistarfólk í forgrunni og íslenskir tónar fá þá vonandi að heyrast sem víðast. Lífið 1. desember 2022 12:00
21 hljómsveit og listamenn tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár Tilkynnt var um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna á Degi íslenskrar tónlistar,1. desember. Tónlist 1. desember 2022 10:54
Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun. Neytendur 1. desember 2022 10:40
Eiríkur í óleysanlegri klemmu um það hvar hann á að kaupa eigin bók Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur lýsti á bloggi sínu nýverið flókinni stöðu sem hann stóð frammi fyrir þegar hann vildi útvega kunningjum eintök af jólabók hans þetta árið, Frankensleiki. Menning 1. desember 2022 08:58
Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið. Tónlist 1. desember 2022 07:00
Skynsamlegt og gaman að gefa þjóðinni gjöf Kvikmyndagerðarmaðurinn Þráinn Bertelsson afhenti í dag íslensku þjóðinni allar kvikmyndir sínar að gjöf við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís. Menning 30. nóvember 2022 21:25
Christine McVie er látin Enska tónlistarkonan Christine McVie, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin. Hún var 79 ára. Lífið 30. nóvember 2022 19:56
Vitavegur vinnur hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið Hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um endurhönnun og stækkun á Grófarhúsi, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, er nú lokið. Fimm teymi voru valin til að taka þátt í forvali og sendu inn tillögur að umbreytingu hússins, en teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu varð hlutskarpast. Innlent 30. nóvember 2022 18:25
„Alltaf fundist þessar rætur stækka mig sem manneskju“ „Ég hef haft ástríðu fyrir myndlist síðan ég man eftir mér,“ segir listakonan Áslaug Íris Katrín. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá nústandandi einkasýningum hennar og listræna lífinu. Menning 30. nóvember 2022 16:00
„Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. Menning 30. nóvember 2022 14:01
Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. Innlent 30. nóvember 2022 13:49
„Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna“ Leikarinn Árni Þór Lárusson hafði nokkra klukkutíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk Utangarðs Bubba í söngleiknum Níu líf á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Lífið 30. nóvember 2022 12:00
Ótrúlegar niðurstöður á augnabliki Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð. Innlent 30. nóvember 2022 10:01
„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“ Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni. Lífið 29. nóvember 2022 15:07
Forsætisráðherra sækir að Arnaldi Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum. Menning 29. nóvember 2022 13:36
Einar Kárason segir fjölmarga úr sínum röðum hafa brugðist listinni Einar Kárason rithöfundur segist ekki skilja í þeirri hugmyndafræði að vilja banna gömul listaverk, bækur og kvikmyndir. Menning 29. nóvember 2022 11:01
Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Tónlist 29. nóvember 2022 10:36
Hefur þurft aðstoð Björgunarsveitarinnar til að ferja sig í og úr giggi „Það er svo margt sem maður á eftir í lífinu, ég hef aldrei áður haldið jólatónleika sjálf," segir stórsöngkonan og sjarmatröllið Sigrún Hjálmtýsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag. Lífið 29. nóvember 2022 08:04
Die Hard-stjarna látin Bandaríski leikarinn Clarence Gilyard Jr., sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walker, Texas Ranger og Matlock og aukahlutverk sitt í stórmyndinni Die Hard, er látinn, 66 ára að aldri. Lífið 29. nóvember 2022 07:47
Enn ekki búið að ráða í stöðu forstöðumanns Listasafns Íslands „Mínir félagsmenn eiga ekki til orð. Ég heyri mikla gagnrýni vegna þessa langa ráðningarferlis,“ segir Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, um urg vegna þess hve lengi hefur tekið að ráða í stöðu forstöðumanns Listasafns Íslands. Innlent 29. nóvember 2022 07:09