Það þarf oft ekki margar mínútur til að hreyfa sig heima á morgnana og fá þannig nettan skammt af náttúrulegu morfíni líkamans endorfíni og við það gleði og jákvæðni inn í daginn.
Anna Claessen frumkvöðull og danskennari með meiru kennir hvernig má hreyfa sig í örfáar mínútur á morgnana og fá þannig gleði sprautu fyrir daginn. Vala Matt leit við hjá henni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fengu áhorfendur að sjá afraksturinn í innslagi gærkvöldsins.
Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.