Stuðningsmenn Manchester City biðja Pep um að halda sig við þjálfun Stuðningsmenn ensku meistaranna Manchester City hafa beðið þjálfara liðsins, Pep Guardiola um að halda sig við þjálfun eftir að Spánverjinn bað um betri mætingu á Etihad-leikvanginn. Fótbolti 17. september 2021 07:31
Missti pabba sinn nokkrum mínútum eftir að hafa skorað fyrsta Meistaradeildarmarkið Nathan Aké, varnamaður Manchester City, skoraði fyrsta mark leiksins í 6-3 sigri liðsins gegn RB Leipzig í A-riðli Meistaradeilda Evrópu í gær. Hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að pabbi hans hafi látist nokkrum mínútum síðar. Fótbolti 16. september 2021 22:30
Yfirferð Gumma og Óla: Endurkoma fótboltans á Anfield og gríðarleg pressa á París Börsungar litlir í sér, City-menn í stuði, „endurkoma fótboltans“ á Anfield og „skita“ Manchester United var á meðal þess sem að Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson ræddu um eftir fyrstu daga Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 16. september 2021 22:01
Brotist inn á heimili Reece James á meðan hann spilaði í Meistaradeildinni Brotist var inn á heimili Reece James, bakvarðar Evrópumeistara Chelsea, á meðan hann spilaðui með liðinu gegn Zenit frá Pétursborg í Meistaradeild Evrópu síðasta þriðjudag. Fótbolti 16. september 2021 20:01
Baulað á Griezmann í fyrsta heimaleiknum eftir endurkomuna til Atlético Antoine Griezmann fékk ekki beint hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Atlético Madrid í fyrsta heimaleik fyrir félagið eftir að hann kom aftur frá Barcelona. Fótbolti 16. september 2021 14:30
Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. Fótbolti 16. september 2021 13:00
Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. Fótbolti 16. september 2021 12:00
Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 16. september 2021 10:30
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. Enski boltinn 16. september 2021 09:00
Öskubuskuævintýri Sheriff ekkert ævintýri eftir allt saman Að Sheriff Tiraspol sé komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hljómar eins og ævintýri eftir H.C. Andersen. Ekki eru þó öll ævintýri byggð á sama grunni. Fótbolti 16. september 2021 07:01
Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. Fótbolti 15. september 2021 22:31
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 15. september 2021 22:10
Mbappé meiddur af velli er PSG mistókst að vinna | Haller skoraði fjögur í Portúgal Öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Fótbolti 15. september 2021 21:30
Rodrygo hetja Real Real Madríd vann mikilvægan 1-0 útisigur á Ítalíumeisturum Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikið var í Mílanó. Fótbolti 15. september 2021 21:05
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. Fótbolti 15. september 2021 21:00
Markasúpa á Etihad er heimamenn skoruðu sex Manchester City og RB Leipzig mættust í einhverjum ótrúlegasta leik síðari tíma í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 6-3 heimamönnum í vil í leik sem vart er hægt að finna lýsingarorð yfir. Fótbolti 15. september 2021 20:55
Ólafur Andrés átti góðan leik þó Montpellier hafi misst niður góða forystu Ólafur Andrés Guðmundsson lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Montpellier í kvöld er liðið gerði jafntefli, 29-29, við Pick Szeged frá Ungverjalandi. Handbolti 15. september 2021 19:45
Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Fótbolti 15. september 2021 18:40
Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. Fótbolti 15. september 2021 14:02
Klopp gerði undantekningu og hrósaði leiðtoga andstæðinganna í hástert Liverpool mætir AC Milan á Anfield í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að hrósa sérstaklega einum leikmanna Milan fyrir leikinn. Fótbolti 15. september 2021 13:30
Ronaldo gaf öryggisverði treyjuna sína eftir leikinn í gær Cristiano Ronaldo er skotfastur maður og því fékk einn óheppinn öryggisvörðurinn að kynnast á sínu eigin skinni í leik Young Boys og Manchester United í Meistaradeildinni í gær. Enski boltinn 15. september 2021 09:31
„Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi“ Guðmundur Benediktson og Ólafur Kristjánsson voru staddir á Stamford Bridge í gærkvöldi þar sem að Chelsea tók á móti Zenit frá Sankti Pétursborg í Meistaradeild Evrópu. Eftir leik fóru þeir yfir allt það helsta úr leiknum, og það sem er framundan. Fótbolti 15. september 2021 09:00
Ekkert „ole, ole“ hjá United undir stjórn Solskjærs í Meistaradeildinni: Sjö töp í ellefu leikjum Manchester United tapaði fyrir Young Boys í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. United hefur tapað meirihluta leikja sinna undir stjórn Ole Gunnars Solskjær í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu. Fótbolti 15. september 2021 08:00
Fékk sitt annað gula spjald áður en hann fékk það fyrsta Denys Garmash, leikmaður Dynamo Kiev, virtist heldur hissa þegar að dómarinn Anthony Taylor sýndi honum gult og síðan rautt í leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær. Ástæðan er líklega sú að þetta var fyrsta gula spjald Garmash í leiknum. Fótbolti 15. september 2021 07:01
Juventus með stórsigur í Svíþjóð Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með átta leikjum. Juventus vann öruggan 3-0 útisigur gegn sænska liðinu Malmö og Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli svo eitthvað sé nefnt. Fótbolti 14. september 2021 21:21
Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. Fótbolti 14. september 2021 20:56
Öruggur sigur Bayern gegn Barcelona Bayern München vann öruggan 3-0 sigur þegar að liðið heimsótti Barcelona í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 14. september 2021 20:53
Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. Fótbolti 14. september 2021 20:03
Fjórar vítaspyrnur og eitt rautt spjald er Sevilla og Salzburg skildu jöfn Spænska liðið Sevilla tók á móti Salzburg frá Austurríki í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur urðu 1-1 í leik þar sem að alls voru dæmdar fjórar vítaspyrnur. Fótbolti 14. september 2021 19:31
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. Fótbolti 14. september 2021 18:45