Segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Klopp er spenntur fyrir einvíginu gegn Real Madríd. Cristiano Mazzi/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að slá Real Madríd út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að sama skapi Þjóðverjinn að Real þurfi ekki að eiga sína bestu leiki til að komast áfram. Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01