Líklegast að Liverpool mæti Bayern Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 12:31 Darwin Nunez skoraði í lokaleik Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, gegn Napoli, en það dugði ekki til að koma liðinu í efsta sæti riðilsins og þar með efri styrkleikaflokkinn fyrir dráttinn í 16-liða úrslit. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru talsverðar líkur á því að Liverpool og Bayern München mætist í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið verður á mánudaginn. Eftir leiki gærdagsins er endanlega ljóst hvaða sextán lið verða með í útsláttarkeppninni sem hefst í febrúar. Fyrir dráttinn á mánudag er þeim skipt í tvo styrkleikaflokka, eftir því hvort þau enduðu í 1. eða 2. sæti síns riðils. Efri flokkur: Napoli, Porto, Bayern München, Tottenham, Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Benfica. Neðri flokkur: Liverpool, Club Brugge, Inter, Frankfurt, AC Milan, Leipzig, Dortmund, PSG. Lið úr sama flokki geta ekki dregist saman og lið frá sama landi geta heldur ekki dregist saman, í 16-liða úrslitunum. Þetta ræður því að mismiklar líkur eru á því að lið dragist saman. Þannig er til að mynda líklegast að Liverpool og Bayern dragist saman, eða 37,12% líkur. Úr því að Liverpool getur ekki mætt ensku liðunum þremur í efri flokknum koma aðeins Bayern, Porto, Real Madrid og Benfica til greina sem andstæðingar Liverpool. Að sama skapi getur Bayern ekki dregist gegn þýsku liðunum Frankfurt, Leipzig og Dortmund sem eru í flokki með Liverpool. Stærðfræðingurinn Julien Guyon er á meðal þeirra sem reiknað hafa út líkurnar fyrir dráttinn og hér að neðan má sjá líkurnar á hverju einvígi fyrir sig. Here are the EXACT #draw #probabilities for the round of 16 of the #ChampionsLeague. Bayern-Liverpool most likely matchup; Porto-PSG and Benfica-Brugge least likely pic.twitter.com/V5yB2SmPhq— Julien Guyon (@julienguyon1977) November 2, 2022 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Eftir leiki gærdagsins er endanlega ljóst hvaða sextán lið verða með í útsláttarkeppninni sem hefst í febrúar. Fyrir dráttinn á mánudag er þeim skipt í tvo styrkleikaflokka, eftir því hvort þau enduðu í 1. eða 2. sæti síns riðils. Efri flokkur: Napoli, Porto, Bayern München, Tottenham, Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Benfica. Neðri flokkur: Liverpool, Club Brugge, Inter, Frankfurt, AC Milan, Leipzig, Dortmund, PSG. Lið úr sama flokki geta ekki dregist saman og lið frá sama landi geta heldur ekki dregist saman, í 16-liða úrslitunum. Þetta ræður því að mismiklar líkur eru á því að lið dragist saman. Þannig er til að mynda líklegast að Liverpool og Bayern dragist saman, eða 37,12% líkur. Úr því að Liverpool getur ekki mætt ensku liðunum þremur í efri flokknum koma aðeins Bayern, Porto, Real Madrid og Benfica til greina sem andstæðingar Liverpool. Að sama skapi getur Bayern ekki dregist gegn þýsku liðunum Frankfurt, Leipzig og Dortmund sem eru í flokki með Liverpool. Stærðfræðingurinn Julien Guyon er á meðal þeirra sem reiknað hafa út líkurnar fyrir dráttinn og hér að neðan má sjá líkurnar á hverju einvígi fyrir sig. Here are the EXACT #draw #probabilities for the round of 16 of the #ChampionsLeague. Bayern-Liverpool most likely matchup; Porto-PSG and Benfica-Brugge least likely pic.twitter.com/V5yB2SmPhq— Julien Guyon (@julienguyon1977) November 2, 2022
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira