Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti. Lífið 23.12.2024 20:32
Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. Innlent 19.12.2024 11:53
Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Fyrr í þessum mánuði hlaut spænski veitingastaðurinn La Barceloneta viðurkenningu frá spænskum stjórnvöldum þess efnis að veitingastaðurinn bjóði upp á ekta spænskt gæða hráefni sem hægt er að rekja til heimalandsins. Lífið samstarf 18.12.2024 14:25
Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Hamborgarhryggur hefur verið vinsælasti hátíðarmatur Íslendinga í áratugi. Þá hefur Ali Hamborgarhryggurinn verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í yfir 80 ár og er einn sá allra vinsælasti. Hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðan og auðveldan að elda. Lífið samstarf 13. desember 2024 13:37
Matarboðin sem fólk man eftir Jólin eru tími fjölskyldu og vina og dýrindis matarboða. Nú er því rétti tíminn til að uppfæra borðbúnaðinn með endingargóðum og fallegum vörum frá Expert en glæsilegur borðbúnaður gerir jólamáltíðina ekki bara bragðbetri heldur líka eftirminnilega. Lífið samstarf 13. desember 2024 10:01
Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Innlent 12. desember 2024 09:32
Wok to Walk opnar á Smáratorgi Alþjóðlega veitingakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta veitingastað sinn á Íslandi á Smáratorgi í dag. Tveir staðir til viðbótar verða opnaðir innan tíðar. Viðskipti innlent 11. desember 2024 13:18
Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Jól 10. desember 2024 11:31
Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 9. desember 2024 11:17
Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 8. desember 2024 07:01
Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn. Neytendur 6. desember 2024 12:07
Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. Neytendur 3. desember 2024 14:55
Gunnars loksins selt Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Viðskipti innlent 2. desember 2024 12:04
Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Grillkofinn er fjölskyldurekin sérvöruverslun sem selur allt fyrir pizzagerðina og grillið. Nýlega sameinuðust Grillkofinn og pizzaofnar.is undir hatti Grillkofans þar sem hægt er að fá ráðgjöf varðandi val á grillum og pizzaofnum. Lífið samstarf 2. desember 2024 09:08
Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Jól 26. nóvember 2024 07:04
Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Minna magn af klementínum er flutt til landsins og gæðin eru verri vegna náttúruhamfara á Spáni. Forstöðumaður innkaupa hjá Krónunni segir eðlilegt að landsmenn furði sig á klementínuskorti, enda sé ávöxturinn partur af jólunum. Neytendur 20. nóvember 2024 21:01
Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. Neytendur 19. nóvember 2024 11:50
Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Jól 19. nóvember 2024 08:17
Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Jól 14. nóvember 2024 07:03
Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna. Lífið 13. nóvember 2024 08:02
Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Hressó hefur skipað fastan sess í flóru veitingahúsa á Íslandi allt frá árinu 1932. Í dag er rammíslenskur matur í öndvegi en þó með smá tvisti. Afar ólíkar áherslur hafa einkennt reksturinn gegnum árin og kynslóðir tengja Hressó ekki allar við það sama. Lífið samstarf 8. nóvember 2024 08:47
Nebraska heyrir sögunni til Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Viðskipti innlent 7. nóvember 2024 17:24
Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra. Innlent 7. nóvember 2024 15:47
Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum með fylgjendum sínum á Instagram. Nýlega deildi hún uppskrift að auðveldu gulrótarsalati sem hún segir rífa aðeins í. Lífið 6. nóvember 2024 13:28