Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Hægt að spara háar fjár­hæðir í jóla­inn­kaupum

Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ís­lensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn

Gæði er nýtt matgæðingamerki á markaðnum sem inniheldur nautatólg, sælkeratólg og nautasoð. Vörurnar eru unnar úr hráefni sem ekki hafði verið nýtt fram að þessu. Hér fylgir uppskrift að ljúffengum hátíðarkartöflum og sósu þar sem nautatólgin kemur við sögu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Þá sýndu stjórn­völd kjark“

Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna. Krabbameinsfélagið segir offitu nú einn stærsta orsakavald krabbameina hérlendis sem hægt er að vinna gegn.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagn­gert til að kæra

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða upp á jóla­kaffi allar helgar fram að jólum

Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skinka og sígarettur

Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja koma á óhollustu­skatti

Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti.

Innlent
Fréttamynd

Halla fær að koma inn í eld­húsið tvisvar á ári

Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Jói Fel ekki meðal um­sækj­enda á Litla-Hrauni

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda.

Innlent
Fréttamynd

Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Lauf­eyjar

Þakkargjörðarhátíðin, eða Thanksgiving, er haldin hátíðleg á morgun. Hún á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur fest sig í sessi hjá mörgum hér á landi, þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að njóta samveru og hátíðlegra veitinga, oftast með kalkún á borðum.

Matur
Fréttamynd

Retinól-salat tekur yfir TikTok

Orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ hefur lengi verið vinsælt en hefur verið sérstaklega útbreitt á TikTok undanfarna mánuði vegna ákveðins gulrótarsalats sem gengur undir nafninu retinól-salat og er talið vera gott fyrir húðina.

Matur
Fréttamynd

Fordæmalaus skortur á skötu

Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn.

Neytendur
Fréttamynd

Betri en hefð­bundnar sörur

Jólaandinn færist smám saman yfir landsmenn, fagurskreytt hús lýsa upp göturnar og jólalög óma víða. Margir eru þegar byrjaðir að baka smákökur fyrir hátíðirnar og matgæðingurinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftasíðunni Döðlur og smjör, er þar á meðal.

Jól
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli skað­leg öllum líf­færum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“

Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki.

Innlent
Fréttamynd

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf
Fréttamynd

Inn­kalla pastaskeiðar úr plasti

Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum.

Neytendur