Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Skvísur geti virkað sem hálf­gerðir þroskaþjófar

Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu

Það var líf og fjör á Tapas Barnum síðastliðið miðvikudagskvöld þegar staðurinn fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli sínu með glæsilegri veislu. Lifandi tónlist, sangríur og dansandi senjorítur settu suðrænan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Þarf alltaf að vera vín?

Það er eitthvað töfrandi við það þegar tappi poppar úr flösku og freyðandi búbblur dansa í glasi. Íslendingar eru duglegir að skála í búbblum við hverskonar tækifæri og þá er vinsælt að mæta með flösku í matarboð eða gefa í flottar gjafir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Börn og steinefnadrykkir: Yfir­lýsing frá næringarfræðingum

Flest getum við verið sammála um að allri markaðssetningu sem snýr að börnum þurfi að fylgjast vandlega með, þá sérstaklega þegar um er að ræða fæðubótarefni. Undanfarið hefur steinefnadrykkur ætlaður börnum verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem jafnvel börn eru nýtt til þess að auglýsa vöruna af hálfu áhrifavalda. 

Skoðun
Fréttamynd

Ljúffeng gulrótarkaka í morgun­mat

Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur.

Lífið
Fréttamynd

„For­réttur sem ég býð öllum upp á“

Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói.

Matur
Fréttamynd

Heima­til­búið „corny“

Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu.

Lífið
Fréttamynd

Hefð­bundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“

Hér er ljúffengur ítalskur pastaréttur sem nefnist Pesto alla Genovese. Ása Reginsdóttir, matgæðingur og eigandi veitingastaðarins Olífa, birti uppskriftina á Instagram og segir réttinn bæði ótrúlega góðan og það sé hreinlega skemmtilegt að undirbúa hann.

Lífið
Fréttamynd

Hnetukjúklingurinn hennar Höllu

Halla María Sveindsdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskift að Hnetukjúkling með pikkluðum rauðlauk og rauðkálssalati, sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Lífið
Fréttamynd

Loka Kristjánsbakaríi

Stjórn Gæðabaksturs hefur ákveðið að hætta rekstri Kristjánsbakarís á Akureyri. Í skoðun er að nýr rekstraraðili taki við versluninni í Hafnarstræti en verslunin við Hrísalund mun heyra sögunni til. Kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri, sem tilkynnt voru í byrjun árs, eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lensk kjöt­súpa eins og hún gerist best

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftarsíðunni Döðlur og smjör, deilir hér uppskrift að íslenskri kjötsúpu sem yljar bæði líkama og sál. 

Lífið
Fréttamynd

Skvísur séu al­mennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd

Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bragð­góð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat.

Lífið
Fréttamynd

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent
Fréttamynd

Ljúffengar upp­skriftir undir tuttugu mínútum

Þegar dagurinn er á enda getur verið erfitt að finna út hvað eigi að hafa í matinn, ekki síst þegar tíminn er naumur og krakkarnir orðnir svangir eftir langan dag. Hér eru fjórar uppskriftir sem eru bæði fljótlegar, ljúffengar og barnvænar, allar tilbúnar á innan við 20 mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Svona er mat­seðillinn á Litla-Hrauni

„Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí. 

Lífið