Kosningapallborð: Kanónur kveðja Fyrsta formlega kosningapallborð fréttastofunnar fyrir alþingiskosningarnar verður helgað reyndum þingmönnum sem eru að kveðja sviðið og hafa tekið ákvörðun um að láta gott heita. Innlent 21. október 2024 13:07
Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Innlent 21. október 2024 12:35
Píratar og járnlögmál fámennisstjórna Flokksforysta Pírata „sýndi tilburði til að losa sig undan lýðræðislegu aðhaldi og eftirliti með því að búa svo um hnúta að hún þyrfti ekki að óttast að verða velt úr sessi í krafti lýðræðislegra reglna sem hún setti sjálf um endurnýjun forystunnar.“ Skoðun 21. október 2024 12:32
Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. Innlent 21. október 2024 11:32
Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. Innlent 21. október 2024 11:28
Fimm þingmenn af átta horfnir á braut Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar verða ekki á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut. Innlent 21. október 2024 11:22
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Innlent 21. október 2024 09:19
Til ástarinnar til lýðræðis Það er aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag sem skilur, stundar, metur og bætir hugmyndina um lýðræði: Píratar. Skoðun 21. október 2024 09:01
Eini lýðræðislegi flokkur? Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Skoðun 21. október 2024 08:31
Ég stend með kennurum Ég á góðum kennurum svo gríðarlega mikið að þakka. Ég fór sjálfur holótta leið í gegnum skólakerfið og veit hvað það hefur mikil áhrif. Það skólakerfi sem við erum með í dag er 1000 sinnum betra en það sem þá viðgekkst. Í dag gegna kennarar lykilhlutverki. Skoðun 21. október 2024 08:02
Er forsvaranlegt að kjósa Framsóknarflokkinn? Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Skoðun 21. október 2024 07:15
Grípur Bjarni tækifærið? Ef menn, kjörnir fulltrúar, móðgast, mega þeir þá bara henda öllu frá sér? Skoðun 21. október 2024 06:01
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Skoðun 20. október 2024 23:30
Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokk á útleið Fimm þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum verða ekki á lista í næstu Alþingiskosningum. Um er að ræða fjóra karla og eina konu úr fjórum kjördæmum. Innlent 20. október 2024 23:19
Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Innlent 20. október 2024 20:57
Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun. Innlent 20. október 2024 19:52
Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar síðdegis. Innlent 20. október 2024 19:15
Rödd skynseminnar Stjórnvöld og ákvarðanir þeirra spegla þann tíðaranda sem er uppi hverju sinni, enda samsett fólki sem er þverskurður samfélagsins. Það er mikilvægt að líta um öxl og horfa gagnrýnum augum á þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið í tilraun til þess að tryggja að ákvarðanir framtíðarinnar séu hafnar yfir persónulegar kreddur, vanþekkingu, fordóma og óöryggi. Skoðun 20. október 2024 19:02
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. Innlent 20. október 2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. Innlent 20. október 2024 18:12
Þau skipa framboðslista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar á fjórða tímanum í dag. Innlent 20. október 2024 16:40
Þau taka þátt í prófkjöri Pírata Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði. Innlent 20. október 2024 16:29
Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 20. október 2024 16:18
Samþykktu framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur einróma samþykkt framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun leiða listann en Birgir Þórarinsson þingmaður skipar heiðursæti listans. Innlent 20. október 2024 16:04
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. Innlent 20. október 2024 16:01
Jens í fyrsta og Njáll Trausti í öðru Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, mun skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis í lok nóvember mánaðar. Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021. Innlent 20. október 2024 15:32
Bjarkey gefur ekki kost á sér Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og matvælaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 20. október 2024 15:23
Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Innlent 20. október 2024 15:15
Björn hafði betur gegn Teiti Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. Innlent 20. október 2024 14:44
Sanna leiðir lista Sósíalistaflokks í Reykjavík suður Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Frá því greinir Sanna í tilkynningu á Facebook. Innlent 20. október 2024 14:39