Innlent

Bein út­sending: Ríkis­stjórnin fundar í síðasta skipti

Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa
Ráðherrar Vinstri grænna hverfa úr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem leiða mun starfsstjórn fram yfir kosningar.
Ráðherrar Vinstri grænna hverfa úr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem leiða mun starfsstjórn fram yfir kosningar. Vísir/Vilhelm

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna koma saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn klukkan 16 í dag. Fyrrnefndu flokkarnir munu mynda starfsstjórn sem VG hafnaði að taka þátt í.

Ráðherrar munu mæta til fundarins við Hverfisgötu rétt fyrir klukkan 16 og mun Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, grípa þá tali. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki búist við löngum fundi. Þingflokkarnir þrír hittust eftir hádegið og mun liggja ljóst fyrir hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ætla að skipta með sér ráðherrastólum Vinstri grænna þar til ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningarnar 30. nóvember.

Hægt er að horfa á beina útsendingu í spilara hér að neðan. Þá verður hægt að fylgjast með helstu tíðindum í vaktinni þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×