Framboðin þurfi að vanda sig Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 09:02 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar og hefur verið það í rúman áratug. Hún segist mikið kosninganörd og fylgjast vel með framkvæmd kosninga á Íslandi og annars staðar. Vísir/Vilhelm Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. Kristín var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og fór þar yfir kosningarnar og fyrirkomulag þeirra. Hún segir rafræna meðmælendakerfið gott og einfaldi allt. Fólk geti skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og framboðin geti fylgst með í rauntíma hversu mörg meðmæli eru komin. Mæli fólk með öðru framboði detti það til dæmis út. Þá megi fólk sem vinnur að kosningunum ekki mæla með framboði og geti dottið út. Þá segir hún mikilvægt að huga að framboðsfresti og öllum formsatriðum. Þau skipti máli. „Það er strangt á mat á því og verður að vera, vegna öryggis og trúverðugleika kosningar, að það sé ekkert svigrúm mikið þar.“ Dæmi um formsatriði er að ef fólk skilar meðmælalistum á pappír að allar viðeigandi upplýsingar séu á blaðinu. „Það þarf bara að vanda sig.“ Alþingiskosningarnar fara fram þann 30. nóvember og þurfa allir stjórnmálaflokkar að skila inn sínum framboðum fyrir 31. október. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 7. nóvember. Kristín bendir á að fólk erlendis þurfi að gæta þess að kjósa í tíma svo atkvæðið nái heim. Hlutverkið breyttist mikið 2022 Kristín hefur verið í starfi formanns frá 2013 en árið 2020 breyttist hlutverk landskjörstjórnar þegar hún tók við stærra hlutverki auk þess sem samsetning hennar er önnur. Þrír eru kosnir af Alþingi og tveir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafi landskjörstjórn einungis séð um alþingiskosningar og komið lítillega að forsetakosningum en sjái nú einnig um sveitarstjórnarkosningar. Kristín segist hafa brennandi áhuga á kosningum og framkvæmda þeirra. „Ég er kosninganörd,“ segir Kristín og allt frá unga aldri hafi hún starfað við kosningar. Áhuginn hafi líklega komið frá pabba hennar sem starfaði alltaf í kosningum. Í landskjörstjórn eru fimm manns auk þess sem með stjórninni starfar framkvæmdastjóri. Á skrifstofu landskjörstjórnar eru fimm stöðugildi. Kristín segir alltaf nóg að gera hjá landskjörstjórn. Þau hafi áður tekist á við kosningar með stuttum fyrirvara. Fólk sem vinnur við kosningarnar getur ekki mælt með framboðum.Vísir/Vilhelm Alltaf tilbúin í kosningar „Nýju lögin tóku gildi 1. janúar 2022 og svo eru sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Okkur fannst það líka stuttur tími. Þá átti líka eftir að setja fullt af reglum og leiðbeiningum fyrir kosningarnar,“ segir Kristín. Eftir þessar kosningar fóru þau svo beint í að vinna að forsetakosningum. Að tryggja að reglurnar giltu einnig fyrir þær. Svo þegar þeim var lokið í júní þá byrjuðu þau að undirbúa sig fyrir alþingiskosningar. Þá hafi skrifstofan einnig verið í samvinnu við aðra sem komi að kosningum eins og yfirkjörstjórnir sveitarfélaga og kjördæma. Sýslumenn sem sjái um fólk erlendis og ræðismenn. Það sé hægt að kjósa á 128 stöðum erlendis. Landskjörstjórn sjái um samhæfingu allra þessara aðila. „Landskjörstjórn á að vera tilbúin,“ segir Kristín um það hvort það sé ekki óþægilegt að fá svona óvæntar kosningar. Það sé alltaf passað upp á að þetta gæti gerst samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Þeim beri að vera tilbúin. Kristín segir ekki þurfa að gera neinar breytingar á lögum svo hægt sé að gera kosningar. Það séu ákveðnir vankantar sem þurfi að snyrta til en ekkert sem hafi bein áhrif á kosningarnar. Kristín segist ekki sjá fyrir sér rafræna kosningu í framtíðinni en hún myndi vilja fá rafræna kjörskrá. Á sumum kjörstöðum sé ekki nægilega gott netsamband til að framkvæma kosningarnar þannig. Það þurfi að bæta úr því áður en farið verður í að gera kjörskrána rafræna. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Bítið Tengdar fréttir Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. 16. október 2024 07:44 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15. október 2024 21:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Kristín var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og fór þar yfir kosningarnar og fyrirkomulag þeirra. Hún segir rafræna meðmælendakerfið gott og einfaldi allt. Fólk geti skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og framboðin geti fylgst með í rauntíma hversu mörg meðmæli eru komin. Mæli fólk með öðru framboði detti það til dæmis út. Þá megi fólk sem vinnur að kosningunum ekki mæla með framboði og geti dottið út. Þá segir hún mikilvægt að huga að framboðsfresti og öllum formsatriðum. Þau skipti máli. „Það er strangt á mat á því og verður að vera, vegna öryggis og trúverðugleika kosningar, að það sé ekkert svigrúm mikið þar.“ Dæmi um formsatriði er að ef fólk skilar meðmælalistum á pappír að allar viðeigandi upplýsingar séu á blaðinu. „Það þarf bara að vanda sig.“ Alþingiskosningarnar fara fram þann 30. nóvember og þurfa allir stjórnmálaflokkar að skila inn sínum framboðum fyrir 31. október. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 7. nóvember. Kristín bendir á að fólk erlendis þurfi að gæta þess að kjósa í tíma svo atkvæðið nái heim. Hlutverkið breyttist mikið 2022 Kristín hefur verið í starfi formanns frá 2013 en árið 2020 breyttist hlutverk landskjörstjórnar þegar hún tók við stærra hlutverki auk þess sem samsetning hennar er önnur. Þrír eru kosnir af Alþingi og tveir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafi landskjörstjórn einungis séð um alþingiskosningar og komið lítillega að forsetakosningum en sjái nú einnig um sveitarstjórnarkosningar. Kristín segist hafa brennandi áhuga á kosningum og framkvæmda þeirra. „Ég er kosninganörd,“ segir Kristín og allt frá unga aldri hafi hún starfað við kosningar. Áhuginn hafi líklega komið frá pabba hennar sem starfaði alltaf í kosningum. Í landskjörstjórn eru fimm manns auk þess sem með stjórninni starfar framkvæmdastjóri. Á skrifstofu landskjörstjórnar eru fimm stöðugildi. Kristín segir alltaf nóg að gera hjá landskjörstjórn. Þau hafi áður tekist á við kosningar með stuttum fyrirvara. Fólk sem vinnur við kosningarnar getur ekki mælt með framboðum.Vísir/Vilhelm Alltaf tilbúin í kosningar „Nýju lögin tóku gildi 1. janúar 2022 og svo eru sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Okkur fannst það líka stuttur tími. Þá átti líka eftir að setja fullt af reglum og leiðbeiningum fyrir kosningarnar,“ segir Kristín. Eftir þessar kosningar fóru þau svo beint í að vinna að forsetakosningum. Að tryggja að reglurnar giltu einnig fyrir þær. Svo þegar þeim var lokið í júní þá byrjuðu þau að undirbúa sig fyrir alþingiskosningar. Þá hafi skrifstofan einnig verið í samvinnu við aðra sem komi að kosningum eins og yfirkjörstjórnir sveitarfélaga og kjördæma. Sýslumenn sem sjái um fólk erlendis og ræðismenn. Það sé hægt að kjósa á 128 stöðum erlendis. Landskjörstjórn sjái um samhæfingu allra þessara aðila. „Landskjörstjórn á að vera tilbúin,“ segir Kristín um það hvort það sé ekki óþægilegt að fá svona óvæntar kosningar. Það sé alltaf passað upp á að þetta gæti gerst samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Þeim beri að vera tilbúin. Kristín segir ekki þurfa að gera neinar breytingar á lögum svo hægt sé að gera kosningar. Það séu ákveðnir vankantar sem þurfi að snyrta til en ekkert sem hafi bein áhrif á kosningarnar. Kristín segist ekki sjá fyrir sér rafræna kosningu í framtíðinni en hún myndi vilja fá rafræna kjörskrá. Á sumum kjörstöðum sé ekki nægilega gott netsamband til að framkvæma kosningarnar þannig. Það þurfi að bæta úr því áður en farið verður í að gera kjörskrána rafræna.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Bítið Tengdar fréttir Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. 16. október 2024 07:44 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15. október 2024 21:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. 16. október 2024 07:44
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59
„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15. október 2024 21:42