Ástarvika Vigdís Häsler skrifar 15. október 2024 14:31 Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Börn og uppeldi Bolungarvík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun