Stjórnvöld í Japan opinbera nöfn þeirra sem brjóta sóttvarnareglur Japönsk stjórnvöld birtu á mánudag nöfn þriggja einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn sóttkvíarskyldu við komuna til landsins. Samkvæmt gildandi reglum þurfa allir farþegar sem koma erlendis frá að sæta tveggja vikna sóttkví og nær það einnig til japanskra ríkisborgara. Erlent 4. ágúst 2021 19:28
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. Innlent 4. ágúst 2021 18:31
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. Erlent 4. ágúst 2021 17:39
Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Innlent 4. ágúst 2021 16:28
Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá ákvörðun að fresta Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um fjórar vikur. Stefnt er á að halda það laugardaginn 18. september. Lífið 4. ágúst 2021 15:57
Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. Erlent 4. ágúst 2021 14:45
Fjórir inn og fjórir út af Landspítalanum Fjórir voru lagðir inn á Landspítalann í gær með Covid-19, en fjórir voru útskrifaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Innlent 4. ágúst 2021 14:44
Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. Innlent 4. ágúst 2021 13:42
Ég er ekki ráðherra Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. Skoðun 4. ágúst 2021 13:01
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. Innlent 4. ágúst 2021 12:51
Vonar að uppfært hættumat Bandaríkjamanna fæli ekki ferðamenn frá landinu Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands vegna mikillar fjölgunar smitaðra hér á landi. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir einungis bólusetta Bandaríkjamenn ferðast til landsins og vonar því að tilmælin hafi lítil áhrif. Innlent 4. ágúst 2021 12:33
Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“. Innlent 4. ágúst 2021 12:00
Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví. Innlent 4. ágúst 2021 10:42
Margir aðdáendur Pokémon Go vilja sóttvarnareglurnar áfram Margir aðdáenda snjallsímaleiksins Pokémon Go eru afar óánægðir með þá ákvörðun framleiðandans Niantic að vinda ofan af breytingum sem voru gerðar á leiknum þegar kórónuveirufaraldurinn braust út í fyrra. Erlent 4. ágúst 2021 10:32
„Við erum á krossgötum“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 4. ágúst 2021 10:02
Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. Erlent 4. ágúst 2021 08:14
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. Innlent 4. ágúst 2021 08:03
Hönnuður bóluefnisins frá AstraZeneca orðinn að Barbie-dúkku Leikfangarisinn Mattel hefur afhjúpað nýja línu af Barbie-dúkkum til heiðurs konum sem hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn SARS-CoV-2. Þeirra á meðal er prófessorinn Sarah Gilbert, sem „hannaði“ bóluefnið frá AstraZeneca. Erlent 4. ágúst 2021 07:37
Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Innlent 3. ágúst 2021 23:21
Maður sem fannst sofandi í gámi með Covid-úrgangi sendur í sóttkví Lögregla hafði í morgun afskipti af manni sem fannst sofandi í ruslagámi við Fosshótel Baron í Reykavík. Gámurinn innihélt rusl frá fólki sem greinst hefur með Covid-19 en hótelið við Barónstíg er nú notað sem farsóttahús. Innlent 3. ágúst 2021 20:52
Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum. Innlent 3. ágúst 2021 19:46
Hafa þurft að fresta hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum Uppsveifla í smitum innanlands hefur gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítala að sögn skurðlæknis sem segir skorta skilning á viðkvæmri stöðu spítalans. Fresta hefur þurft hálfbráða hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum. Innlent 3. ágúst 2021 19:30
Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. Innlent 3. ágúst 2021 19:01
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. Innlent 3. ágúst 2021 17:00
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. Innlent 3. ágúst 2021 15:44
Aðrir en skólastarfsmenn geta ekki mætt í bólusetningu strax Bólusetningar með örvunarskammti frá Pfizer fyrir kennara og starfsmenn skóla sem fengu Janssen bóluefnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bóluefni Janssen geta ekki freistað þess að mæta í aukaskammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar. Innlent 3. ágúst 2021 14:15
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. Innlent 3. ágúst 2021 13:31
Stefna að takmarkalausu skólahaldi á öllum stigum í haust Stefnt er að því að skólahald geti hafist takmarkalaust á öllum skólastigum í haust. Forsætisráðherra segir að verið sé að meta hvort áhættuþætti við bólusetningar barna og ungmenna og fylgst sé náið með stöðunni. Innlent 3. ágúst 2021 12:53
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Innlent 3. ágúst 2021 12:04
Lýsir erfiðu lífi í nýsjálensku leiðinni Hin svokallaða „nýsjálenska leið“ í baráttunni við heimsfaraldurinn, sem margir stjórnarandstæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Íslendingum í umræðunni, að sögn Sigurgeirs Péturssonar, ræðismanns Íslands á Nýja-Sjálandi. Erlent 3. ágúst 2021 11:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent