Innlent

Frekari skimanir á landamærum og endurbólusetningu flýtt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin fundar enn í ráðherrabústaðnum. 
Ríkisstjórnin fundar enn í ráðherrabústaðnum.  Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórn Íslands fundar enn á vikulegum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf tíu í morgun.

Nú eru tvær vikur liðnar síðan aðgerðir voru teknar í gildi innanlands í fyrsta sinn síðan í lok júní.

Mikil uppsveifla hefur verið í kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur. Fyrir viku síðan greindust 154 smitaðir af veirunni en aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Covid-19 yrði á dagskrá fundarins. Næstu skref í faraldrinum séu til umræðu í framhaldi af fundi ríkisstjórnarinnar með ýmsum aðilum undanfarna daga.

Hér fyrir neðan má sjá viðtöl sem tekin voru við ráðherra eftir fund og textalýsingu þar sem farið er yfir það sem fram kom. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×