Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira