Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira
Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Sjá meira