Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira